Sjálfknúna „kerran“ hans Leonardo er uppfinning hönnuð af Leonardo da Vinci, og af mörgum talin vera grunnur nútímabílsins.

„Vélin“ er knúin áfram af tveimur samhverfum fjöðrum, ekki ólíkt því og er að finna í gömlum klukkum. Þó að ein „fjöður“ væri nóg til að færa tækið, litu tvær slíkar samhverfar líklega út eins og „rökfræðilega fullkomnari“ lausn. Leonardo vissi vel að krafturinn sem fjaðrirnar veita minnkaði verulega þegar þær vinda ofan af sér.

Á myndinni hér efst má sjá eftirlíkingu af sjálfknúnu kerrunni sem er geymd á safninu Clos Lucé, nálægt Château d'Amboise, í Frakklandi.

image

„Bíllinn“, teiknaður árið 1478, er eitt af áhugaverðustu verkum Leonardo da Vinci.

Teikninguna er að finna á blaðsíðu 812r af Atlantshafskóðanum (Atlantic Codex), einu mesta safni af skissum og rannsóknum Leonardo da Vinci.

image

Leonardo da Vinci – fæddist 15. apríl 1452 og lést 2. maí 1519 var virkur málari, teiknari, verkfræðingur, vísindamaður, fræðimaður, myndhöggvari og arkitekt

Ein sú merkasta af verkum Leonardo á sviði tækni

Skissan er talin vera sú helsta af nokkrum nýjungum Leonardo da Vinci sem tengjast flutningum og hreyfingum.

Það sem helst einkennir teikninguna eru tvær stórar upprúllaðar blaðfjaðrir sitt hvoru megin við kerruna, þar sem lögun hennar er mjög lík lásboga.

Vagninn er hannaður til að keyra á „klukkuverki“, sem knúið er af af upprúlluðum fjöðrunum. Hins vegar er teikningin svo flókin og margþætt að hún var ráðgáta fyrir sérfræðinga langt fram á 20. öld.

image

Hér má sjá hvernig hjólin eru knúin áfram með pinnum á innri hlið hjólanna en „tannhjól“ grípa í þessa pinna og snúa þeim áfram. Þetta myndar samhliða hálfgert „mismunadrif“ á hjólunum“.

Með stýri og bremsur

Bíllinn er engu að síður með stýri og bremsur. Með því að losa bremsurnar er vagninn knúinn áfram. Teikningarnar sýna falið reipi sem tengir bremsurnar, sem gerir stjórnanda kleift að losa bremsurnar úr fjarlægð. Stýrið var hægt að stilla til að fara beint eða beygja í fyrirfram ákveðnu horni til hægri.

Verkefninu, sem lauk árið 2006, var hápunktur nokkurra tilrauna sem gerðar voru á fyrri öld til að smíða farartækið.

Þó fyrri tilraunir hafi mistekist, tókst nýjasta tilraunin og vel heppnuð frumgerð byggð á skissu Leonardo da Vinci var sýnd á sýningu í Flórens. Frumgerðin hreyfist í raun og veru og er mjög öflug vél!

[Birtist fyrst í desember 2021]

Annað í svipuðum dúr: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is