Nissan Qashqai bestur í sínum flokki að mati Euro NCAP

Euro NCAP kynnti í vikunni niðurstöður sínar úr árekstrarprófunum nýliðins árs, 2021, þar sem fram kemur hvaða bílar stóðu sig best á árinu í sínum flokki (Best in class).

image

Alls prófaði Euro NCAP 33 nýja bíla á árinu og fengu 22 fyrstu einkunn eða 5 stjörnur fyrir framúrskarandi öryggi, þar sem sérstaklega var tekið til akstursaðstoðarbúnaðar Qashqai (safety assist systems) sem fékk 95% einkunn. Það er hæsta einkunn sem Euro NCAP gaf á síðasta ári.

Aðeins einn annar bíll fékk sömu einkunn í þeim prófunarflokki á árinu, en það var Subaru Outback.

image

BL kynnti í september nýjustu kynslóð þessa vinsæla sportjeppa sem hefur verið sá mest seldi í sínum flokki í Evrópu um langt skeið.

Jepplingurinn er eins og áður boðinn með vali um framhjóladrif eða fjórhjóladrif, en þar má segja að samanburðinum ljúki við fyrri kynslóðir bílsins sem kom fyrst á markað árið 2007.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is