Það getur verið erfitt að aka með opnar dyr á bílnum. Sérstaklega á mikilli ferð; t.d. í ralli. Það virðist þó hafa gefið ökumanninum Henk Lategan byr undir báða vængi því þannig ók hann til sigurs í dag í Dakar rallinu sem fram fer í Sádi-Arabíu.

Mitt ráð til þeirra, sem eltir eru af ógæfunni, er einfaldlega að stinga hana af með því að aka nógu hratt! En að öllu gamni slepptu þá var Lategan harla kátur þegar hann vann í dag. Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá keppir Lategan ekki í opnum flokki heldur almennum bílaflokki.

Svona er staðan í bílaflokki eftir daginn:

image

Og í heildina er þetta staðan:

image

Hér má skoða stöðuna í öllum flokkum.

Það er alltaf gaman að sjá áhorfendur í góðum gír, en þessi kom og heilsaði upp á keppanda í mótorhjólaflokki, og ekki nóg með það því hann fékk mynd af þeim saman og komst í „In-car“ myndband dagsins. Ef vel fer mun þetta bros bræða heiminn og gera hann að betri stað: 

image

Skjáskot/YouTube

Örlítið „In-car“ frá keppnisdeginum:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is