Maður hélt að útþanin túnfiskssamloka í poka á stærð við handbolta væri agalegur viðbjóður sem bifvélavirkar kynnu að finna í bílum viðskiptavina. Það er sko alls ekki það undarlegasta því það er margt sem þeir sjá og finna sem þeir hefðu hvorki viljað sjá né finna.

Eftir 16 ára starf sem bifvélavirki kom loks að því...

image

Hann sá HANSKA í hanskahólfi.

Þetta var nú meinlaust. Færum okkur yfir í meira þungarokk.

1. Einn skotheldur Malibu búinn í skoðun. En hey! Það er sprungið dekk og rúmlega það!

image

2. Það má kannski segja að orðið „skrúflykill“ hafi öðlast nýja og nokkuð breytta merkingu:

image

3. Bifvélavirkinn áttaði sig á að bíll viðskiptavinarins var eins og tifandi tímasprengja í umferðinni. Og ætti vissulega ekki að vera í umferðinni frekar en hrærivél, hjólbörur eða eitthvað annað varasamt og ófyrirsjáanlegt drasl:

image

4. Svo var það gamla konan sem bað bifvélavirkjann að smella ´18 skoðunarmiðanum á fyrir hana því hún átti orðið erfitt með að beygja sig niður, blessunin. Bakið orðið lélegt og svona:

image

5. Eigandinn vissi ekki að hægt er að LÆSA þessu drasli:

image

6. Hann er eitthvað undarlegur í akstri helvískur. Ætli þurfi að ballansera?

image

7. „Þegar ég opnaði húddið og sá þetta sagði ég eiganda bílsins að þetta yrði „dýr“ viðgerð.“

image

8. Gaurinn ók hingað á bílnum svona. Já, maður er greinilega alveg ómissandi…

image

9. „Eigandinn týndi lyklunum. Held ég skilji núna hvernig stendur á því…“

image

10. Gellan sem borgaði þúsund dollara í reiðufé. Aðallega með 1 og 5 dollara seðlum. Hún vinnur á skyndibitastað og fær þjórfé:

image

11. Ekki að furða að sumir viti ekki hversu hratt þeir óku þegar löggan svipti þá: 

image

12. Fann þennan vesaling þegar ég opnaði húddið og var búinn að vinna í bílnum nokkra stund:

image

13. „Hann sagðist ekki hafa átt neitt varadekk og ók á ÞESSU í þrjá daga. Þegar ég opnaði skottið var það fyrsta sem ég sá einmitt varadekk, tjakkur og allt heila dæmið.“

image

14. Viðskiptavinur segist einu sinni hafa sett á dansmúsík og við það hafi mælaborðið breyst í diskótek:

image

15. „Ég skipti um rafgeymi í bíl hjá konu í síðustu viku. Nú heldur hún því fram að nýi rafgeymirinn valdi alls kyns undarlegum dyntum í bílnum. Í morgun sagði hún að þessi rauða lína hefði ekki verið þarna áður en ég skipti um rafgeymi og hún heimtar endurgreiðslu. Guð minn góður…“

image

16. Morgunkorn í frjókornasíunni. Eins fjókorn er(u) annars morgunkorn?

image

17. Þetta lítur spes út. Eigandi bílsins segist oft aka eftir torfærum vegslóðum og þegar undirvagninn er næstum í hættu þá heyrist í kúabjöllunni. Þá er best að fara ekki lengra:

image

18. Viðskiptavinurinn botnaði ekkert í því af hverju bíllinn hljómaði svona ferlega asnalega þegar hann fór í gang um morguninn. Skildi ekki bofs þegar bifvélavirkinn sagði honum að hann hefði verið rændur:

image

19. Djö... brá mér hryllilega þegar ég byrjaði að vinna í þessum bíl í morgun. Eigandinn hafði bara alveg gleymt að segja okkur að hundurinn hans væri í bílnum!

image

20. Það var fremur andstyggilegt fyrir bifvélavirkjann að rekast á kattaklóið í bílnum sem hann var að vinna í. Það leit sko ekki eins „vel“ út og þetta og lyktin…

image

21. Já, það er magnað að eigandi bílsins hafi steingleymt því að hafa fyrir löngu troðið poka með 60.000 dollurum í hanskahólfið…

image

22. Svo er það annað sem gerir mann bærilega kjaftstopp: 

image

23. Viðskiptavinurinn skildi bílinn eftir á brennheitum föstudagseftirmiðdegi því á mánudagsmorgni skyldi hafist handa við að skipta um alls konar í honum. Það var ekki gaman að ramba á hálfa vatnsmelónu í plastfilmu á mánudagsmorgni. Hún hafði verið í bílnum í hitabylgjunni og…já.

image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Vonandi hefur þú ekki lent í neinu svona eða einhverju verra, en auðvitað eru margir með beinagrindur í skápunum og gleyma að það séu líka nokkrar í skottinu!


image

Ljósmynd/Unsplash

Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is