Hvað er hálfleiðari?

Síðastliðin tvö ár hafa sífellt borist fréttir af því að bílaframleiðsla hafi tafist vegna skorts á svonefndum „hálfleiðurum“ (semiconductors) – en hvað er þetta fyrirbæri hálfleiðari?

Hægt er að stjórna rafleiðni hálfleiðara tækis yfir breitt svið, annað hvort varanlega eða á aflfræðilegan hátt.

image

Hvernig virka hálfleiðarar?

Hálfleiðarar hafa haft mikil áhrif á samfélag okkar. Þú finnur hálfleiðara í hjarta örgjörvakubba sem og smára (transistora). Allt sem er tölvustýrt eða notar útvarpsbylgjur fer eftir hálfleiðurum.

Í dag eru flestir hálfleiðarakubbar og smárar (transistorar) búnir til með sílikoni.

Þú gætir hafa heyrt orðatiltæki eins og „Silicon Valley" og „kísilhagkerfið“ - og þess vegna – er sílíkon hjarta hvers rafeindatækis.

image

Réttsælis ofan frá: Tölvukubbur („chip“), LED-ljós og smári (transistor) eru allir úr hálfleiðaraefni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is