Það er aftur kominn sá tími ársins þegar tilkynnt er um úrslitakeppnina um verðlaunin eftirsóttu „World Car of the Year“ eða „Heimsbíll ársins“. Þetta ár er engin undantekning þar sem lokalistinn yfir keppendur liggur nú fyrir í ýmsum flokkum sem allir keppa um hinn virta tiltil „World Car of the Year“. Í ár er Brembo styrktaraðili keppninnar.

102 manna dómnefnd

Dómnefnd, sem samanstendur af 102 alþjóðlegum bílablaðamönnum frá 33 löndum, hefur það lítt öfundsverða verkefni að velja sigurvegarann úr upphafslista sem samanstendur af 28 bílum. Það er KPMG sem hefur haldið utan talnahlutann, og efstu 10 keppendurnir í „2022 World Car of the Year“ eru:

    • Audi Q4 e-Tron
    • Cupra Formentor
    • Ford Mustang Mach-E
    • Genesis G70
    • Honda Civic
    • Hyundai Ioniq 5
    • Hyundai Tucson
    • Kia EV6
    • Lexus NX
    • Toyota GR86/Subaru BRZ

image

Borgarbíll heimsins

Fyrir utan aðalverðlaunin eru einnig önnur heiðursverðlaun, eins og „Borgarbíll heimsins“ (World Urban Car of the Year). Efstu 5 keppendurnir í þessum flokki eru:

    • Dacia Sandero
    • Opel Mokka
    • Renault Kiger
    • Toyota Yaris Cross
    • Volkswagen Tiguan

Lúxusbíll heimsins

Svo er það lúxusbíll heimsins í ár (World Luxury Car of the Year) sem verður valinn úr þessum hópi  bíla:

    • Audi Q5 Sportback
    • BMW iX
    • Genesis GV70
    • Mercedes EQS
    • Volvo XC40 Recharge

Sportbíll heimsins

Síðan er það sportbíll heimsins (World Performance Car of the Year 2022) Þar eru efstu 5 bílarnir:

    • Audi e-Tron GT
    • BMW M3/M4
    • Porsche 911 GT3
    • Toyota GR86/Subaru BRZ
    • Volkswagen Golf GTI/R

Rafbíll heimsins

Og núna í ár eru ný verðlaun fyrir rafbíl ársins (World Electric Vehicle of the Year), sem miðar að því að styðja og viðurkenna umskiptin yfir í rafvæðingu. Efstu 5 keppendurnir í þessum flokki eru:

    • Audi e-Tron GT
    • BMW iX
    • Ford Mustang Mach-E
    • Hyundai Ioniq 5
    • Mercedes-Benz EQS

Hönnunarbíll heimsins

Síðast en örugglega ekki síst mun hver keppandi úr 5 áðurnefndum flokkum vera gjaldgengur fyrir hönnunarverðlaun ársins (2022 World Car Design of the Year). Í úrslitum í þessari keppni eru:

Undanúrslit verð kynnt 15. mars og lokaúrslit á Bílasýningunni í New York 13. apríl

Úrslitakeppni heimsbíls ársins 2022, sem Brembo er bakhjarl, mun leiða til tilkynningar um 3 efstu keppendurna í hverjum flokki þann 15. mars 2022. Allt þetta mun koma endanlega í ljós á alþjóðlegu bílasýningunni í New York, þar sem verðlaunahafar heimsbíls ársins verða opinberaðir 13. apríl 2022.

image

Myndband um bílana í úrslitum:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is