Í júnímánuði árið 1985 átti að keppa í annað skipti á brautinni í Spa (Circuit de Spa-Francorchamps) í Formúlu 1. Nokkru eftir fyrstu keppnina þar, árið 1983, var farið í að leggja millilag á brautina til að bæta veggripið í rigningu. Það fór öðruvísi en búist var við.

Ófyrirséð leiðindi og tafir

Lá fyrir að verkinu þyrfti að vera lokið 60 dögum fyrir notkun brautarinnar. Skrifræði og mennskir pappakassar töfðu framkvæmdina víst nokkuð, sem og feitur skammtur af skítaveðri veturinn 1984-1985.

Ekið á tyggjói

Þegar heitt er í veðri, götutætandi ofurtryllibílar og breið, slétt dekk „koma saman“ reynir gríðarlega á undirlagið, þ.e. brautina. Strax á föstudeginum eftir æfingar ökumanna var brautin orðin verulega löskuð.

Eftir 25 mínútna akstur á laugardeginum var eins og kviknaði á einhverjum perum hjá keppnisstjórn og allur akstur á brautinni stöðvaður. Jæja, yfirborð brautarinnar var tekið að flettast upp og jafnvel bráðna eins og tyggjó.

Fyrir hönd keppenda tilkynnti Niki Lauda fjölmiðlum að keppninni yrði frestað. Belgíska akstursíþróttasambandið þurfti að greiða stóra sekt og keppnin var loks haldin í september sama ár. Það var hrikaleg keppni en meira um hana síðar.

image

Hér er örstutt myndband um ólukkans brautarmálið:

Aðrar spes:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is