Sebastian Vettel, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 keppir ekki í Rússlandi vegna þróunar mála milli Rússkands og Úkraínu. Fleiri hafa tekið sama pól í hæðina. Ástandið hefur áhrif víða innan Formúlunnar og þá ekki síst á Haas-liðið hið bandaríska sem styrkt er af rússneskum risa.

Sebastian Vettel, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 fer ekkert í felur með afstöðu sína til þróunar mála í Rússlandi og Úkraínu og segist ekki ætla að keppa í Sochi í Rússlandi í ár.

image

Skjáskot/Twitter/Sebvettelnews

Vettel misbýður mjög að heyra fréttir af saklausum borgurum sem láta lífið af heimskulegum ástæðum og líkir forseta Rússlands, Vladimir Putin, við brjálæðing.

image

Fleiri keppendur munu taka afstöðu á næstu dögum og til dæmis má nefna Chales Leclerc, sem tekur afstöðu með Úkraínu en segist ætla að ákveða á næstu dögum hvort hann muni mæta til Sochi.

image

Max Verstappen (eins og uppvakningur greyið á myndinni) er órólegur eins og margir. Skjáskot/Twitter/ESPNF1

Hættið við keppnina

Fjöldi aðdáenda Formúlu 1 hefur skrifað færslur á Twitter og merkt með #CancelTheRussianGP en keppnin í Rússlandi er á keppnisdagatalinu skráð þann 25. september.

Hér eru nokkur dæmi um færslur undir myllumerkinu:

image

Skjáskot/Twitter/burtpies

image

Skjáskot/Twitter/Clutch_Mat

image

Skjáskot/Twitter/_Maria_F1

Sérstök staða Haas-liðsins

Helsta fjárhagslega haldreipi Haas-liðsins bandaríska er rússneska fyrirtækið Uralkali. Dmitry Mazepin er einn stærsti  hluthafinn í því fyrirtæki en sonur hans er sem kunnugt er Nikita Mazepin, annar ökumanna Haas.

image

Pútín og Mazepin á fundi í síðasta mánuði.

Liðið fjarlægði í gær merkingar Uralkali af bíl liðsins sem og öllum farar- og flutningatækjum þess. Formúlubíllinn er nú hvítur í stað rússnesku fánalitanna (hvítur-blár-rauður) og þannig verður hann í prófunum næstu daga.

image

Skjáskot/Twitter/RobLMyers

image
image

Menn fjarlægja Uralkali merkingar.

Nikita Mazepin mun engu að síður aka í prófununum ásamt Mick Schumacher. Halda sumir fjölmiðlar því fram að Mazepin sé gert að fjarlægja rússneska fánann af keppnisgallanum sínum.

Óvissa um sæti Mazepin

Vera Mazepin hjá Haas er mjög háð samningi liðsins við rússneska fyrirtækið Uralkali. Fari svo að viðskiptaþvinganir eða ákvarðanir liðsins verði til þess að sá samningur ógildist er sæti Mazepin í hættu. Hann hefur hvorki sannað sig sem ökumaður og eftirspurnin eftir honum er minni en eftirspurnin eftir fjármagninu sem fylgir honum.

Ýmislegt bendir til þess að breytinga sé að vænta frá Haas-liðinu. Tilkynning þeirra var t.d. með gamla merki liðsins þar sem merki Uralkali kemur ekki fram.

image

Yfirlýsingin frá því í gær. Skjáskot/Twitter

Auk þess er gamla merkið komið á Twittersíðuna þeirra og seinna í gærkvöld (seinni myndin) var bíllinn ekki lengur á myndinni:

image
image

Formúla 1 keppnin í Sochi er enn á dagskrá en búast má við breytingum ef fram heldur sem horfir. Svipaða sögu er að segja af Meistaradeild Evrópu í fótboltanum; breytingar eru sennilega í vændum.

Uppfært þann 25. febrúar klukkan 12:45

Hætt hefur verið við keppnina í Rússlandi: 

image

Eftirfarandi kom frá Nikita Mazepin á svipuðum tíma: 

image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is