Enn heillast undirrituð af þessu magnaða skipulagi og auðvitað er gaman að sjá alla vörubílana „dömpa“. Þetta er svei mér ef ekki markvissara skipulag en maður sér á góðum degi í íslensku unglingavinnunni. 

Það er stutt síðan hér birtist myndband af svipaðri vinnutörn, örugglega frá svipuðum slóðum. Það er kannski auðveldara að átta sig á hvernig risavaxið sjúkrahús er reist á 10 dögum í Kína þegar maður sér skipulagið að baki. 

Fólkið með fánana er ekki bara að sautjándajúní-ast heldur er það að gefa vörubílstjórunum merki. Þetta eru eins konar umferðarfánar. 

Hin vinnutörnin: 

Og fyrst minnst er á Kína: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is