Það má kannski segja að „sem betur fer“ urðu þeir ekkert meira en hugmyndabílar. En það er nú kannski frekar hrokafullt af manni. Hvað um það! Hér eru nokkrir alveg svakalega fyndnir og furðulegir. En þeir fóru aldrei í framleiðslu.

Sir Vival (1958)

image

Það besta við þennan er sennilega nafnið því það er býsna fyndið

Maður nokkur frá Massachusetts í Bandaríkjunum, Walter C. Jerome, einsetti sér að búa til öruggasta bíl í heimi. Það tókst ekki alveg en í staðinn – alveg óvart reyndar – bjó hann til einn undarlegasta bíl í heimi.

image

Walter C. Jerome og Sir Vival

Sir Vival var með gúmmístuðurum allan hringinn sem áttu að koma í veg fyrir að litlar andstyggilegar dældir kæmu á bílinn þegar utangátta bílstjórar væru í nágrenninu.

image

Bíllinn var með öryggisbeltum og öðrum öryggisbúnaði sem ekki tíðkaðist í bílum á þeim tíma en annars var hann einkum og sér í lagi furðulegur.

image

Nýjasta ryksugan? Neibb, Sir Vival!

image

Hann fékk sínar fimmtán frægðarmínútur en svo ekki söguna meir.

SAAB 906 Turbo (1981)

image

Sumt þarfnast nú engra skýringa nema kannski væri gott að fá svar við einu: „Hverjum datt þetta eiginlega í hug?“

image

Æjæj

BMW 42ja hjóla hugmyndaflipp (2013)

image

Þetta er, ótrúlegt en satt, fyrirbæri komið frá framleiðandanum sjálfum. Ekki frá einhverjum æstum dúdda út í bæ sem aldrei náði bílprófinu. Þetta er auðvitað bara „fótósjopp“ mynd gerð til að vekja athygli en ekki nokkuð annað.

Enda væri bara vesen að framleiða fjörutíu og tveggja hjóla bíl með nítján vélum! Meiri vitleysan…

Simca Fulgur (1958)

image

„Ah, svona gæti framtíðin litið út,“ hugsuðu menn kannski með skelfingu árið 1958. Svo kemur bara Cybertruck og eldri kynslóðin sleppur við að upplifa ýmislegt furðulegt.  

image

En í alvöru talað þá var þessi bíll á bílasýningunni í Genf 1959 og endurspeglaði hugmyndir Robert Opron um útlit bíla árið 2000.

image

Fiat 600D Record (1962)

image

Hvað snýr fram og hvað aftur?

image

Orð eru óþörf.

image

Chevrolet Astro III (1969)

image

Astro III var, eins og nafnið gefur til kynna, sá þriðji í röð Astro hugmyndabílanna.

image

Isuzu Nagisa (1991)

image

Láðs- og lagarbíllinn sem átti að geta skottast í Tókýó umferðinni en líka fleytt kerlingar úti á sjó.  

image

Pininfarina Model X (1960)

image

Vantar eitthvað hér?

image

Samsíðungur sem er hvorki rétthyrningur né tígull. Æðislega skemmtilegur rúmfræðibíll.

image

Hann átti að ná meiri hraða og eyðslutölurnar skyldu vera lægri en hjá öðrum bílum af svipaðri stærð. Á það reyndi ekki.

image

Manta Ray (1953)

image

Yfirbygging úr trefjagleri og hönnuðir úr flugheiminum. Hugmyndin komst aldrei á flug en eftir að hafa varið 4200 vinnustundum í að koma bílnum saman fengu þeir Glen Hire og Vernon Antoine að sýna bílinn á bílasýningunni í Los Angeles árið 1954.

image

Þar varð bílasali nokkur svo heillaður af bílnum að hann fékk að kaupa þetta eintak og þar með var Manta Rey úr sögunni.

image

ItalDesign Machimoto (1986)

image

Þessi átti að vera mótorhjólabíll. Ekki voru sæti í bílnum heldur hnakkar, bæði fyrir bílstjóra og farþegana sjö! Ætli Mjallhvít og dvergarnir sjö hafi verið hönnuðinum ofarlega í huga?

image

Citroen Eole (1986)

image

Þessi bíll var á bílasýningunni í Genf 1986 og var hann alfarið hannaður í tölvu og var tölvustýrður í alla staði. Hann þótti voða spes. Nógu spes til að hann varð ekki að bíl.

image

DAF Buggy (1971)

image
image
image

OSI Silver Fox (1967)

image
image

Silfurrefurinn var sýndur á bílasýningunni í Torino 1967. Þótti hann víst heldur minna á eitthvað til sjóferða en til kappaksturs. En þetta átti að vera sportbíll eða jafnvel kappakstursbíll.

image

En í staðinn er hann bara hér. Á veraldarvefnum.

image
image

[Birtist fyrst í mars 2022]

Ef þér fannst þessi grein sniðug þá er hugsanlegt að þessar gætu hitt í mark: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is