Það er nú nógu erfitt að halda sönsum í mesta skammdeginu – en að halda sönsum í mesta skammdeginu án akstursíþrótta er eiginlega allt of erfitt. Af hverju ekki að gera eins og þeir í Wisconsin? Nýta veturinn í frábærar keppnir á borð við spyrnu/kvartmílu í snjó upp brekku?

Meðfylgjandi myndband birtist í gær og gladdi án efa mörg frostbitin hjörtu akstursíþróttafólks.

Það mætti kannski tína til fleira akstursíþróttatengt yfir vetrarmánuðina hér á landi. Ískross á mótorhjólum er sniðugt en það mætti alveg bæta ýmsu við. Eru þessir rallýbílar og torfærubílar ekki „snjóheldir“?

Það held ég!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is