Hér er eitt stykki heimsmeistari á grænum Dragster. Hann ekur eftir ísnum á Lake Alexander í Michigan á þeim græna og hefur býsna góða stjórn enda gripið gott. Hér er skýringin á því hvernig hann fer að.

Dragsterinn er heimasmíði en það var faðir Keith Krueger, ökumannsins, sem smíðaði bílinn fyrir einhverjum árum síðan. Vel er hugsað um þann græna og gleður hann fólk í kuldanum ár eftir ár.

Myndbandið er tekið í gær og því brakandi ferskt. Sjáið hvernig hann kjamsar á hverjum andstæðingnum á fætur öðrum!

Tengt efni: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is