Þegar viðskiptavinir segja tæplega hálfa söguna og allt er í heljargreipum er kannski fátt um fína drætti. Eins og þegar komið er með bíl í smurningu en ekki minnst orði á að bíllinn sé sundurskotinn eins og gatasigti. Kannski ekki eitthvað sem maður lendir í á Íslandi!

En greinilega eitthvað sem getur komið upp í villta vestrinu. Þá er óskað „eftir olíuskiptum“ en í því getur greinilega falið eitt og annað, svo ekki sé meira sagt.

Ísland er aðeins og fámennt til að hægt sé að gera myndbönd á borð við þessi en nógu margir búa í Vesturheimi til að deila „megi“ myndböndum af undarlegum hlutum sem rúlla inn á gólf hjá hinum ýmsu verkstæðum. Ætli það sé samt ekki á frekar gráu svæði?

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is