Mercedes hefur sent frá sér kynningu á nýjum rafdrifnum Mercedes EQS sportjeppa, sem mun sitja á toppnum í rafsportjeppalínunni þegar hann kemur á markað 19. apríl.

Stefnt er að samkeppni við BMW iX og Tesla Model X. EQS sportjeppinn mun vera með sléttara yfirborð og það sem virðist vera nýrri hönnun LED dagljósa. Eins og aðrar rafknúnar gerðir Mercedes, munu dagljósin ná yfir lokað framgrill með grannri LED ljósastiku þvert yfir afturendann.

Þar sem engin vél og gírkassi tekur pláss í undirvagninum hafa verkfræðingar Mercedes ýtt framrúðunni í átt að framhjólunum til að fá meira pláss í farþegarými samanborið við GLS-jeppann með brunahreyfli.

image

Ákveðnir útlitsþættir eru samþættir með frá öðrum Mercedes EQ gerðum, svo sem einfaldara og sléttara útlit og formið á vélarhlífinni sem líkist minni EQA. Stafrænir vængspeglar eru vinsæl aðferð til að auka drægni í rafbílum, en forframleiðsla EQS jeppans sem sést hefur á myndum er með hefðbundnum speglum.

image

Ný gerð „sportjeppa“

Hönnunarstjóri Mercedes, Gordon Wagener, ræddi áður um EQS og væntanlega hönnun EQE jeppa við Auto Express og sagði: „Þeir munu líta öðruvísi út á svipaðan hátt og ég lýsi EQS. Þeir verða óaðfinnanlegri, samþættari, loftaflfræðilegri, framúrstefnulegri, þannig að þetta verður ný gerð sportjeppa“.

image

Stóri skjárinn er ekki eini hluti innréttingarinnara sem kemur frá EQS fólksbílnum; við getum líka séð sömu sætin, stýrið, miðarmpúðann sem opnast í miðju og „MBUX High-End Rear Seat Entertainment Plus pakkann“ sem samanstendur af pari af 11,6 -tommu skjám sem festir eru á framsætisbökin.

Mercedes hefur einnig staðfest að enn íburðarmeiri Maybach útgáfa af EQS jeppanum er í burðarliðnum, sem var forsýnd af hugmynd á bílasýningunni í München í fyrra. Britta Seeger, yfirmaður markaðs- og sölusviðs Mercedes, sagði á síðasta ári: „Það sem á við um Mercedes vörulínuna á einnig við um ótrúlega sterk undirmerki okkar - við viljum fara yfir í rafmagn. Þannig að þú getur hlakkað til fyrsta flokks EQS jeppaútgáfu af Mercedes-Maybach, til dæmis.“

EQS jeppinn ætti einnig að hafa sjálfstýrða aksturstækni Mercedes á 3. stigi, sem gerir bílnum kleift að keyra sjálfur með takmörkuðu eftirliti ökumanns á allt að 60 km/klst hraða í umferðinni.

Mercedes hefur einnig tilkynnt að rafhlöðuframleiðsla fyrir nýja EQS sportjeppann og EQE sportjeppann muni fara fram í nýrri verksmiðju í Alabama í Bandaríkjunum.

image

Nýr 2022 Mercedes EQS sportjeppi: aflrásir og grunnur

Mercedes á enn eftir að staðfesta tæknilegar upplýsingar um EQS jeppann, en gera má ráð fyrir að hann verði byggður á sama EVA2 undirvagni og fólksbíllinn. Sem slíkur ætti hann að vera boðinn með svipuðu úrvali af rafhlöðupökkum og rafmótorum.

image

Til viðmiðunar má nefna að EQS fólksbíllinn er nú fáanlegur í þremur útfærslum - 450+, 580 4MATIC og AMG 53. Sá fyrsti er með einum rafmótor sem er festur á afturásnum, sem skilar 329 hestöflum og 569 Nm togi. Næsti er með rafmótor á hvorum ás sem gefur fjórhjóladrif og skilar 516 hestöflum og 855 Nm, en AMG gerðin skilar hrikalegum 649 hestöflum og 950 Nm togi.

(byggt á frétt á Auto Express og fleiri vefsíðum – myndir frá Mercedes)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is