Þau ykkar sem fylgjast með Formúlu 1 vita að liðsstjórinn Toto Wolff getur sannarlega reynst allt annað en lamb að leika við - jafnvel þótt maður hafi bara séð hann á skjánum. Þetta er ákveðinn karl! Hér, í myndbandinu fyrir neðan, ekur hann Ineos Grenadier og tekur aðeins á bílnum.

Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff, er reffilegasti náungi. Sjaldnast sjáum við sem heima sitjum þennan mann aka bíl en hann hefur mikið um það að segja hvernig aðrir aka bílum. Þ.e. þeir Lewis Hamilton og George Russel í Formúlu 1.

image

Toto Wolff í vinnunni. Mynd/Mercedes

Sjálfur keppti hann árið 1992 í hinni austurrísku Formula Ford og þýsku Formula Ford Series. Hann vann í sínum riðli í 24 Hours Nürburgring árið 1994 auk þess sem hann keppti í FIA GT meistarakeppninni og Italian GT meistarakeppninni.

Hann er enginn aukvisi.

Þess vegna varð undirrituð ögn hissa á að fyrsta mínútan í þessu rúmlega tveggja mínútna myndbandi sé svona tíðindalaus. En svo setur Toto Wolff í rétta gírinn og leyfir Ineos Grenadier að „hlaupa“.

image

Dirk Heilmann forstjóri Ineos og Toto Wolff liðsstjóri Mercedes. Mynd/Ineos

Ekki má vanmeta samtal þeirra Wolff og Dirk Heilmann https://media.ineosgrenadier.com/dirk-heilmann-2/?lang=en  (forstjóra Ineos) í bílnum um að hverju þarf að huga þegar almennilegt ökutæki er smíðað.

Þessu tengt:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is