Að standast skoðun 101

Þess vegna höldum við okkur á Bretlandseyjum. Þar breyttust áherslurnar nokkuð í maí 2018 þegar reglugerðarbreytingar tóku gildi og umburðarlyndi var tekið út úr jöfnunni með það að markmiði að fækka stórhættulegum skrjóðum í umferð.

Samkvæmt frétt sem birtist í janúar á vef BBC var um helmingur ökutækja sem lögreglan í Northumbria stöðvaði í slembiúrtaki með alvarlegar bilanir. Svo alvarlegar að ökutækin voru beinlínis hættuleg í umferðinni. Dauðagildrur á hjólum.

Þið sem eruð sérfræðingar eða mjög vel að sér í bílaviðgerðum ættuð að finna eitthvað annað á síðunni til að lesa (nóg af efni til sko!). Það er nefnilega ekkert eðlilega leiðinlegt að skrifa grein um hvernig á að gera eitthvað og einu viðbrögðin eru: „Möööööö, þetta vita nú allir.“ Eða: „Hvaða bjánalegu ráð eru þetta?“

Hvað er það sem helst kemur í veg fyrir að bíll standist skoðun?

Lítum nánar á hvers eðlis almennar bilanir eru út frá því sem segir á bráðskemmtilegum vef er nefnist ScrapCarNetwork.org. Þessi upptalning á ekki við um Bretland eingöngu heldur er þetta nokkuð almenn upptalning á atriðum sem algengt er að komi í veg fyrir að ökutæki rúlli í gegnum skoðun athugasemdalaust eða án alvarlegra athugasemda.

Skalladekk

Varasöm dekk eru virkilega lúmskur skrambi. Þau geta komið manni í koll með ýmsum hætti. Fyrst minnst er á „koll“ þá er óhætt að byrja á Yul Brynner:

image

Leikarinn Yul Brynner. Mynd/Wikipedia

Yul Brynner (1920-1985) var leikari sem hafði lítið með dekk að gera en þó eru dekk oft nefnd „í höfuðið“ á honum því karlinn var nauðasköllóttur. Að aka um á „yul brynner“ vísar aðeins til eins: Að aka á gauðslitnum skalladekkjum. Vont mál og eitthvað sem ber að forðast í lengstu lög, allra hluta vegna.

Aðrar dekkjaógnir

Hætturnar eru fleiri hvað dekk varðar því ekki er heldur gott að í dekkjum sé of mikill loftþrýstingur eða of lítill; þetta þarf einfaldlega að vera rétt.

image

Penny, króna, aur; skiptir ekki öllu. Mynd/Wikipedia

Bremsuvökvi, vélarolía og annað gutl sem lekið getur af bílnum

Alls kyns vökvar eru í bílnum og hefur hver þeirra sinn afmarkaða tilgang. Maður pælir ekki sérlega mikið í þessum vökvum dags daglega nema ef vera skyldi eldsneytið. En flestir þessir vökvar eru bráðnauðsynlegir og ef eitthvað lekur ætti að bregðast við því!

Í sinni einföldustu mynd má kanna hvers kyns vökvi lekur af bílnum (þ.e. ef mann grunar að einhver leki sé) með því að setja pappaspjald undir bílinn.

Þetta er nú hægara sagt en gert því við búum jú á Íslandi og pappadraslið fýkur í 95% tilvika sé þetta gert utandyra. Hefur maður nú aldeilis gengið um hverfið í leit að útflöttum pappakassa með olíubletti á.

image

Nú, þá er bara að setja grjót á pappann og muna að fjarlægja það áður en maður blússar af stað. Annars er það ágæt leið til að vakna á morgnana; að göslast yfir múrsteina eða grjót, sprengja dekk og komast að því að pappaspjaldið er eins og litskrúðugt málverk í anda Picasso þar sem vökvar í ýmsum litum hafa lekið úr bílnum.

image

Það er lítið vit í að hella stöðugt einhverju á bílinn ef það lekur af honum um leið. Mynd: Unsplash

Svo eru það aðrir vökvar eins og kælivökvi og rúðuvökvi. Það er ekkert sniðugt ef nokkuð af þessu lekur því til hvers að setja þetta á bílinn ef það gusast af honum aftur. Ekki gott fyrir neinn. Síst bílinn og umhverfið. Svo hef ég heyrt að nágrannar í fjölbýlishúsum (sem deila bílastæðum) séu frekar fúlir út af svona löguðu. Eigi maður gamlan bíl (hef sjálf aldrei prófað annað) þá er maður sjálfkrafa talinn sökudólgur hvað alla olíubletti á bílastæðinu snertir.

Slappar og stórvarasamar bremsur

Það er sennilega algjör óþarfi að hafa mörg orð um mikilvægi þess að geta stöðvað bílinn. Bremsur eru bráðnauðsynlegar og ef við notum þær ekki þá erum við fljótlega úr leik. Að bera kennsl á bremsuvesen er auðvitað í fyrsta lagið hið augljósa; Bíllinn stoppar ekki þegar stigið er á bremsufetilinn.

image

Mynd/Unsplash

Annars eru það andstyggileg hljóð sem berast manni til eyrna.

image

Mynd/Unsplash

Svo má alltaf fá sér reiðhjól ef þetta er ábyrgð sem fólki finnst of mikil.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is