Hyundai Ioniq 5 heimsbíll ársins 2022

Auk þess að vera valinn „heimsbíll ársins“ vann Ioniq 5 einnig flokkinn „rafbíll ársins“ og „hönnun ársins“.

Við fjölluðum um valið á „heimsbíl ársins 2022“ á dögunum og í gær varð ljóst um úrslitin: Hyundai Ioniq 5 „kom, sá og sigraði“ því hann náði þremur af helstu viðurkenningunum;  hann var valinn „heimsbíll ársins“, „rafbíll ársins“ og hlaut einnig verðlaunin fyrri „hönnun ársins“.

image

Rafbíll ársins: Ioniq 5. Ljósmynd/Malín Brand

image

Lúxusbíll ársins: Mercedes-Benz EQS.

Bílasýningin í New York hófst í gær, miðvikudaginn 13. apríl, með tilkynningu um „World Car Awards 2022“ og það kom í ljós að Hyundai Ioniq 5 sló „frænda sinn“, Kia EV6, og Ford Mustang Mach-E út.

image

Borgarbíll ársins: Toyota Yaris Cross.

Þetta er fyrsta árið sem allir keppendur í úrslitaflokki um heimsbíl ársins voru rafbílar. Þetta er til viðbótar við sérstakan rafbílaflokk í valinu, sem Ioniq 5 vann einnig og sló út Audi E-Tron GT og Mercedes-Benz EQS.

Hér að neðan má aðra vinningshafa:

    • Rafbíll ársins: Hyundai Ioniq 5
    • Borgarbíll ársins: Toyota Yaris Cross
    • Lúxusbíll ársins: Mercedes-Benz EQS
    • Sportbíll ársins: Audi E-Tron GT
    • Hönnun ársins: Hyundai Ioniq 5

image

Sportbíll ársins: Audi E-Tron GT.

Verðlaunin „heimsbíll ársins 2022“ eru ákvörðuð af 102 manna dómnefnd frá 33 löndum. Meðal nýlegra sigurvegara heimsbíls ársins eru Volkswagen ID 4 árið 2021, Kia Telluride árið 2020 og Jaguar I-Pace árið 2019.

Umfjöllun okkar um Ioniq 5:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is