BL kynnir MG5 Electric Station Wagon

- Fyrsti rafbíllinn á markaðnum í skutútfærslu

BL kynnir á laugardaginn kemur, 21. maí, fyrsta 100% rafbílinn á markaðnum í skutútfærslu þegar boðið verður til sýningar og reynsluaksturs á fjölskyldubílnum MG5 Station Wagon milli kl. 12 og 16 við Sævarhöfða.

Gott rými fyrir farþega og farangur

MG5 Electric Station Wagon er fyrsti 100% rafbíllinn í skutútgáfu á markaðnum þar sem höfuðáhersla er lögð á notagildi fyrir fjölskyldur og ferðaglaða. Þannig er farangursrýmið 479 lítrar og stækkanlegt í 1.367 lítra.

image

Góð drægni

Rafhlaða MG5 er 61,1 kWh sem veitir við góðar aðstæður á blinu 380-400 km drægni eftir búnaðarúrfærslum. Rafmótor MG5 er 115 kW sem skilar um 156 hestöflum og 280 Nm togi til framhjólanna.

MG5 getur tekið við þriggja fasa 11 kW AC hleðslu eða 87 kW DC hleðslu sem skilar u.þ.b. 80% hleðslu á fjörutíu mínútum.

Hámarkshraði MG5 er 185 km/klst og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er rúmar 8 sek.

image

Dráttar- og hleðslugeta

Hámarksdráttargeta MG5 er 500 kg. Hlaða má 50 kg á dráttarkrók bílsins, t.d. nokkrum reiðhjólum á þar til gerðar festingar auk þess sem langbogar MG5 á þaki eru gerðir fyrir allt að 75 kg hleðslu.

image

Comfort og Luxury

BL býður MG5 Electric Station Wagon í tveimur búnaðarútfærslum; Comfort, sem kostar 5.190 þúsundir króna, og Luxury, sem kostar 5.390 þúsundir króna.

Luxury útgáfa MG5 kemur svo á 17“ álfelgum í stað 16“, 360° myndavél með kvikum leiðsögulínum, vandaðri sætisáklæðum og hitastýringu svo dæmi séu tekin.

Hægt er að kynna sér MG5 Electric Station Wagon nánar á vefsíðu MG á Íslandi; mgmotor.eu/is-IS.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is