Fornbílaklúbbur Íslands fagnar 45 ára afmæli

Fornbílaklúbbur Íslands opnaði nýtt félagsheimili á 45 ára afmæli klúbbsins fimmtudaginn 20. maí.

Við hjá Bílabloggi kíktum á staðinn þar sem var margt um manninn en margir höfðu einmitt komið á sparibílnum í afmælið.

image

Þetta nýja félagsheimili við Ögurhvarf 2 í Kópavogi er hið glæsilegasta í alla staði og hentar án efa vel fyrir starfsemi klúbbsins í náinni framtíð.

Þarna er hægt að taka á móti ansi stórum hópi manna og kvenna í sæti og upp hafa verið settar skemmtilegar myndir sem fanga huga gesta og gangandi.

image
image
image

Skemmtilegar ljósmyndir frá fyrri tímum á veggjum félagsheimlisins.

Að sjálfsögðu voru nokkri kjörgripir á svæðinu og má þar nefna 1978 árgerð af Honda Accord Coupé og Citroen Bragga. Ekki síst fangaði athyglina gamall Ford herjeppi sem var í fullum skrúða í anddyrinu.

Á meðal þeirra voru félagar frá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar, Bifreiðaklúbbs Suðurlands og Cadillac klúbbsins. Örn Sigurðsson bílasérfræðingur gaf klúbbnum áritað eintak af nýjustu bók sinni.

Ljóst er að gestir skiptu hundruðum, við höfum ekki nákvæma tölu en 40 lítrar af kaffi fóru ásamt  300 kökusneiðum.

image

1978  Honda Accord, Hondamatic. 1600 rms. vél.

image

Þessi tók á móti gestum í anddyri nýja félagsheimilis Fornbílaklúbbs Íslands. 1942 Ford Jeep GPW, 4 strokka L134.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is