Í Súdan, nánar tiltekið í höfuðborginni Kartúm, eru gamlir þýskir bílar virkilega elskaðir og mikil virðing borin fyrir þeim. Þar er til að mynda gata sem kölluð er Mercedes-stræti og í Kartúm er starfandi fjölmennur Bjölluklúbbur.

image

Fathim Mohammed er nánast göldróttur Benz-sérfræðingur sem hefur gert við Mercedes-Benz í hálfa öld. Hann var tíu ára gamall þegar frændi hans rétti honum skiptilykil og allar götur síðan hefur ást Fathims á þýsku bíltegundinni bara vaxið jafnt og þétt.

image

Fatima Siddig er ein þeirra sem virkilega „elskar“ VW bjölluna. Þessi kona vinnur í apóteki á daginn en að vinnudegi loknum dundar hún sér við að gera VW bjöllu upp. Hún gerir við allt það helsta sjálf og miðað við útlitið á þeim appelsínugula er Fatima bara virkilega fær!

image

„Ég kann best að meta gæði bjöllunnar. Þessir bílar endast og endast! Svo er líka auðvelt að gera við þá. Sjálf sé ég að mestu um viðhaldið á bílnum,“ segir hún hógvær.

image

„Mercedes-stræti er eini kirkjugarðurinn í höfuðborginni Kartúm þar sem hinir dauðu lifna við,“ segja þeir víst í Kartúm en það er ljóst að margt magnað gerist í kringum Mercedes-stræti þar sem garmar verða að glæsivögnum og endast bara og endast!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is