Harley-Davidson bjó til rafknúið fjallahjól án fjöðrunar að framan eða aftan

Þetta er í rauninni fjallahjól eins og þau voru í lok síðustu aldar

Serial 1 vörumerki Harley-Davidson afhjúpaði nýjasta rafhjólið sitt á þriðjudaginn, og það er svolítið þannig að menn velta vöngum. Fyrirtækið lýsir Bash/Mtn sem fjallahjóli, en fæstir nýliðar myndu vilja fara með nýjasta rafhjólið neitt annað en á auðvelda slóð.

Það er vegna þess að Bash/Mtn er með fullkomlega stífa álgrind og gaffal, án fjöðrunar að framan eða aftan.

Það kemur heldur ekki með stillanlega hæð á hnakki og eftir því sem þeir hjá Autoblog komast næst er engin einföld leið til að bæta slíkum möguleika við upp á eigin spýtur. Eini höggdeyfirinn sem þetta hjól kemur með er SR Suntour NCX sætispósturinn sem býður upp á allt að 50 mm færslu.

Það tekur tæpar fimm klukkustundir að hlaða rafhlöðuna að fullu, þó að hlaða megi allt að 75 prósent á um það bil tveimur og hálfri klukkustund.

Sem rafhjól í flokki 1 mun Bash/Mtn hætta að veita þér aðstoð þegar þú hefur náð 32 km hraða á klukkustund. Til að fullkomna pakkann eru TRP vökva diskabremsur og 27,5 tommu slöngulaus dekk frá Michelin.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is