Polestar 2 'BST edition 270' inniheldur erfðaefni (DNA) Polestar fyrir afburða aksturseiginleika

Polestar breikkar nú vöruframboð sitt af tjúnuðum Polestar Engineered bílum með kynningu á Polestar 2 BST edition 270. Nýja útgáfan nýtir áratuga reynslu Polestar af tjúnun bíla með það að markmiði að afhenda öflugasta rafknúna akstursbíl Polestar hingað til.

image

Eins og gefið er í skyn í nafninu verða aðeins 270 eintök smíðuð og aðeins fyrir markaði Polestar í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína. Ísland fær einn af þessum bílum.

image

„Við fengum frábær viðbrögð við sérbreytta Polestar 2 sem við sýndum á Goodwood Festival of Speed árið 2021 og viðbrögðin gerðu það ljóst – við ættum að búa til framleiðsluútgáfu,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar.

image

Framleiðslubíllinn inniheldur vélrænar breytingar ásamt öðrum breytingum umfram núverandi Polestar 2 bíla. Niðurstaðan er bíll sem skilar einstakri, kraftmikilli, upplifun undir stýri.

Rafmótorarnir tveir og 78 kWst rafhlaðan hafa verið endurbætt fyrir hámarksafköst upp á 350 kW (476 hestöfl) og 680 Nm af togi, ásamt meiri hröðun samhliða sportlegri aksturseiginleikum.

Breytingar á undirvagni eru meðal annars lækkuð aksturshæð (-25 mm), sérþróaðir og einstakir Öhlins tvíhliða stillanlegir demparar með aukastillingum aðgengilegum undir framskottshlífinni, jafnvægisstöng að framan, 20% stífari gormar og einstakar nýjar mattsvartar 21 tommu álfelgur sem eru innblásnar af Polestar 1.

Dekkin eru 245/35R21 Pirelli P Zero, þróuð sérstaklega fyrir þennan bíl. Bremsurnar eru sem fyrr 4 stimpla Brembo.

image

Útfærslan er fáanleg í takmörkuðu upplagi, annað hvort í litnum Thunder eða Snow með Charcoal WeaveTech innréttingu. Yfirbyggingin er meira afgerandi þökk sé fullmáluðum stuðurum og sílsakitti. Mattsvört strípa er fáanleg sem valkostur, sem og mött Battleship Gray satín heilfilma.

image

Áhugasamir viðskiptavinir á viðeigandi mörkuðum geta fengið nánari upplýsingar á https://www.polestar.com/polestar-2/bst-edition-270. Áætlað er að framleiðsla hefjist um mitt ár 2022 og búist er við afhendingum á síðasta ársfjórðungi.

image

Polestar hyggst skrá sig á Nasdaq í fyrirhugaðri sameiningu við Gores Guggenheim, Inc. (Nasdaq: GGPI, GGPIW og GGPIU), sem gert er ráð fyrir að verði lokið á fyrri hluta árs 2022.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is