Nýr 408 crossover frá Peugeot mun koma á markað sem tengiltvinnbíll

Hinn nýi Peugeot 408 verður sýndur 22. júní og opinberar kynningarmyndir staðfesta að sögn Auto Express að þetta verði coupe-sportjeppi.

Við höfum áður séð njósnamyndir af Peugeot sem sýna „upphækkaðan“ fólksbíl - í svipuðum stíl og Polestar 2 - og þær staðfesta að prófunarbíllinn á myndinni var sannarlega nýr 408.

Njósnamyndirnar af leyndardómsbílnum sýna Peugeot-dagljósin, lægri þaklínu en á hefðbundna 3008 sportjeppanum, auk hallandi línu að aftan sem gefur honum sportlegra snið.

Þreföldu afturljósin sem sjást á restinni af vörulínunni munu næstum örugglega líka koma fram.

image

Nýju opinberu myndirnar frá Peugeot sýna ekki eins mikið en staðfesta að minnsta kosti að við munum sjá alla þessa Peugeot hönnunareiginleika á 408.

408 ætti að fá útlitseinkenni frá báðum bílum, þó að grillið sem sýnt er á kynningarmyndinni feli í sér nýja hönnun.

Notkun á tengitvinndrifrás fyrir 408 er nánast örugg. Við getum búist við að 408 bjóði upp á sömu 1,6 lítra, fjögurra strokka tvinn bensínvélar sem skila 178 hestöflum eða 222 hestöflum eins og í 308.

image

Þar sem Peugeot 308 verður brátt boðinn með rafknúnu e-308 afbrigði, gæti líka verið e-408 í pípunum.

Þrátt fyrir það ætti bíllinn samt að veita grunngerðum af Skoda Enyaq Coupe og Volkswagen ID.5 heilbrigða samkeppni.

Við gerum ráð fyrir að komandi 408 muni veita Toyota C-HR, Renault Arkana og Volkswagen T-Roc samkeppni, auk þess að bjóða upp á val við 508 og 3008 jeppana í vörumerkinu.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is