Bökkuðu í 42 daga

Það var á þessum degi árið 1930 sem tveir ungir Bandaríkjamenn, þeir Charles Creighton og James B. Hargis óku bakkandi frá New York á Ford Model A roadster (árgerð 1929). Í 42 daga bökkuðu þeir blessaðir, samtals 7.180 mílur, eða 11.555 kílómetra.

Aldrei drepið á vélinni

Hargis var sá sem ók að mestu en Creighton var bifvélavirki. Ætli þeir hafi nú ekki skipst á að aka. Þegar þeir komu til Los Angeles hvíldust þeir í tvo daga og „héldu svo áfram“ eða öllu heldur aftur á bak, til New York. Á meðan þeir hvíldust var ekki drepið á vélinni og var reyndar aldrei drepið á! Í 42 sólarhringa gekk vélin.

image

Eina myndin sem virðist vera til úr ferðinni.

Víðari baksýnisspegill

„Seeing America Backwards“ var yfirskrift þessarar sérstöku ferðar. Fyrir ferðina var gírkassinn gerður þannig að aðeins var bakkgír. Breytingarnar voru fleiri því baksýnisspegillinn var víðari en alla jafna til að draga úr líkum á því að félagarnir dúndruðu á eitthvað. Auk þess var í bílnum alveg sérsmíðað sæti sem félagarnir skiptust á að sofa í.

Annað úr bílasarpi sögunnar:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is