Manst þú eftir Auto ´84?

„Nú blásum við í sönglúðra og opnum glæsilegustu bílasýningu sem haldin hefur verið frá því Ingólfur og Hjörleifur flúðu hingað undan skattrannsóknardeild Haralds hárfagra,“ sagði í auglýsingu fyrir Alþjóðlegu bílasýninguna Auto ´84 sem haldin var hér á landi og stóð í 10 daga.

image

„Við bjóðum öllum afkomendum þeirra og heimsbyggðinni líka, ef hún á leið framhjá, á stórsýninguna sem hefst kl. 18.00 í dag og stendur næstu 10 daga,“ sagði sömuleiðis í auglýsingu fyrir sýninguna.

image

Þessi alþjóðlega bílasýning vakti heldur betur athygli en hún hófst þann 6. apríl 1984 og alls sóttu hana um 40.000 manns.

image

Sýningin var mikið auglýst og hér eru nokkur dæmi úr prentmiðlum:

image

Auglýsing sem birtist í blöðum sunnudaginn 8. apríl 1984. Ýmsum persónum úr safni Ladda brá fyrir í auglýsingum fyrir sýninguna.

image
image

Eiríkur Fjalar var á meðal persóna Ladda í auglýsingunum fyrir Auto ´84 sem birtust í blöðunum.

Auglýsingarnar voru með ýmsu móti!

image

Undur og stórmerki

image

Fyrirsögn fréttarinnar sem birtist í Tímanum þann 7. apríl 1984

Meðal þess sem athygli vekur á sýningunni er Volvo-bíll, sem er tölvustýrður, opnar og lokar hurðum, hreyfir vélina upp og niður, snýr henni hægt, sýnir hinar mismunandi stellingar sem hægt er að setja sætin í og talar auk þess sjálfur, að vísu með rödd Rúriks Haraldssonar leikara.

Af fornbílum vekur eflaust einna mesta eftirtekt stórglæsilegur rauður Chevrolet Impala, en þarna er líka gamli Tjarnarjeppinn, sem Kristján Eldjárn forseti átti upphaflega, en Hjörtur bróðir hans eignaðist síðar og notaði á búinu á Tjörn. Ingólfur sonur Kristjáns lét síðan gera bílinn upp nýlega, tók yfirbygginguna af og' setti segldúk í staðinn, þannig að nú lítur jeppinn út eins og hann var upphaflega,“ sagði meðal annars í frétt Tímans daginn eftir opnun sýningarinnar.

Þvílíkir tímar!

Gerði okkar maður, Jóhannes Reykdal, sýningunni rækilega skil í bílablaði DV á sínum tíma og má skoða umfjöllun hans hér. Það er í góðu lagi að skrifa það að á þessum tíma voru bílum virkilega gerð góð skil í prentmiðlum og þá einkum í bílablaði DV (Jóhannes Reykdal) og Vikunni (Sigurður Hreiðar).

image

Þrjátíu og tveggja síðna bílablað kom út þann 7. apríl og hér fyrir ofan er hlekkur á blaðið.

image

Í Vikunni var iðulega vandlega fjallað um bíla á þessum árum. Hér má lesa þetta tölublað.

Hvers vegna „Auto“?

Það var að sjálfsögðu tilefni til umfjöllunar að nafn alþjóðlegrar bílasýningar skyldi vera á ensku en ekki íslensku og hér er klausa sem var hluti af leiðara Morgunblaðsins þann 10. apríl 1984:

image

Úr Morgunblaðinu þann 10. apríl 1984

Gerðist þá nokkuð óvænt og óvenjulegt því tveimur dögum síðar var tekið undir með leiðarahöfundi Morgunblaðsins og það í Þjóðviljanum:

image

Úr Þjóðviljanum þann 12. apríl 1984

image

Einn af bílum sýningarinnar. Myndin birtist í auglýsingu (einni af fjölmörgum) fyrir sýninguna Auto ´84. 

Fleiri stórviðburðir á þessum árum: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is