Bílskúrshurðir þurfa ekki allar að vera eins. Þær þurfa ekki einu sinni að vera svipaðar. Með tiltölulega einföldum (að því er virðist) hætti má gera hversdagslega bílskúrshurð spennandi!

image

Allt í plati!

image

Það eru auðvitað víða listamenn sem geta málað hurðina á skúrnum með miklum tilþrifum. Staðreyndin er þó sú að misjafnlega er úthlutað úr listamannasjóði og oftar en ekki djúpt á hæfileikum mannanna. Þá koma límmiðar til sögunnar.

image

Víða á veraldarvefnum, eins og til dæmis hér má einfaldlega kaupa límmiða (risastóra) til að líma á bílskúrshurðirnar og eru þeir margir hverjir mjög hressilegir. Verðið er frá um 30.000 kr. og upp í 60.000 kr. á síðunni Style your garage.

image

Sagt er að þessir límmiðar þoli veður og rassaköst náttúrunnar, en hvort þeir þola hið íslenska veður er svo spurning.  

image

Burtséð frá því þá eru margar hugmyndirnar góðar sem ég sá á vefnum og hér eru nokkur dæmi: Flest þeirra sýna límmiða en inn á milli eru málaðar hurðir.

image

Bátur, bíll eða eitthvað allt annað?

image
image
image
image
image

Þetta er eitthvað sem gæti orðið þreytandi til lengdar en í einhverja stund, í það minnsta á myndum, er þetta mjög skemmtilegt!

image

Það kennir ýmissa grasa ...

image
image
image
image
image
image
image
image

Rusl eða ekki rusl í skúrnum?

image
image
image

Svo má alltaf fara á flug!

image
image
image
image
image
image

Svo er til svona: 

image

...og svona!

image
image
image
image
image
image
image
image

Fleiri bílskúratengingar:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is