Styttist í frumsýningu á nýjum Nissan Qashqai

    • Prófunarferli á þriðju kynslóð þessa vinsæla sportjeppa frá Nissan er nærri því að ljúka áður en bíllinn verður frumsýndur síðar á árinu, en Auto Express var að birta myndir af bílnum í prófunum

Við hér á Bílabloggi erum þess næsta viss að það sé stór hópur aðdáenda Nissan Qashqai hér á landi sem bíði þess spenntur að sjá næstu kynslóð bílsins birtast, en þess má vænta að það gerist á næsta ári, jafnvel í byrjun ársins

Nissan er að undirbúa að koma nýrri kynslóð Qashqai af stað síðar á þessu ári og nú hefur bílavefurinn Auto Express birt fyrstu myndirnar af bílnum, en að vísu í smá felulitum.

image

Japanski framleiðandinn er nú að prófa bílinn, sem áður hefur sést í miklum felulitum úr fjarlægð í reynsluakstri á prófunarbraut, og nú við reynsluakstur á evrópskum vegum og þar með tókst njósnaljósmyndurum að ná myndum sem sýna nánari upplýsingar um útlit bílsins.

Nýju myndirnar sýna að útlitið er þróun frá núverandi gerð, frekar en heildarendurhugsun. Aftan er einkum kunnuglegt útlit miðað við núverandi gerð. Samt sem áður getum við séð breytingar á yfirbyggingu á hliðinni, en Juke-innblásinn framendi er með nýrri endurtekningu á V-laga grilli vörumerkisins.

Kemur í sölu snemma á næsta ári

Þriðja kynslóð hins gríðarlega vinsæla sportjeppa mun fara í sölu snemma á næsta ári og stefnt er að því að bíllinn verði áfram smíðaður í verksmiðju japanska fyrirtækisins í Sunderland á Englandi.

image

Nýi Qashqai mun halda áfram að nota CMF grunn Renault-Nissan-Mitsubishi bandalagsins, sem einnig er notaður fyrir Renault Kadjar og stærri Nissan X-Trail.

Væntanlega ekki dísil

Þótt það sé ekki staðfest er búist við að Nissan muni ekki bjóða upp á neinar dísilvélar fyrir nýju gerðina, heldur muni bjóða upp á aukið úrval drifrásum með rafmagni, allt frá 48V mildum blendingsvalkostum til drifrásar með tengitvinnvalkosti sem byggir á Mitsubishi Outlander PHEV.

image

Einnig er búist við að innréttingin í bílnum fái róttækar endurbætur, með yfirförnu upplýsinga og afþreyingarkerfi og nýrri hönnun mælaborðsins.

Í nýlegri endurreisn Renault-Nissan-Mitsubishi-bandalagsins munu fyrirtækin þrjú fara í „leiðtoga-fylgjanda“ nálgun og Nissan mun taka forystu um þróun CMF-grunnsins. Einnig eru viðræður um að flytja framleiðslu á Kadjar, sem er svipaður bíll, til Sunderland.

Qashqai er ein af helstu gerðum Nissan á heimsvísu og er í boði á öllum lykilmörkuðum fyrirtækisins, þó að hann sé seldur sem Rogue Sport í Bandaríkjunum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is