Ertu áhættufíkill?

Taktu þér þá far með einum af fjölmörgum langferðabílum Indlands. Á YouTube kennir ýmissa grasa. Allt frá því hvernig á að kreista bólu á eyrnasnepli til óhugnanlegra myndbanda af hryllilegum umferðarslysum – og allt þar á milli. Það góða er að þú ræður hvað þú smellir á til að horfa.

Fáránlega algengt

Og þetta er ekki eina myndbandið – þetta virðist vera „venja” í þessum heimshluta – að aka eins og enginn sé morgundagurinn.

Bílflautan er mikið notuð í akstri og virðist ómissandi.

Til að gera þetta nú aðeins fróðlegt í leiðinni eru hér tölur – reyndar frá 2019. Indland er í fyrsta sæti ef svo má segja hvað varðar banaslys í umferðinni í heiminum. Á vegum Indlands eru banaslys um 11% af öllum slíkum í veröldinni. Á því herrans ári 2019 varð um hálf milljón umferðarslysa í landinu og skráð dauðsföll voru rúmlega 150 þúsund.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is