Velja eyðimörkina frekar en snjóinn!

Bílasýningunni í Genf aflýst og skipuleggjendur velja að hafa „aukabílasýningu“ sem haldin verður í Doha.

Samkvæmt fréttum frá Reuters og Bloomberg hefur bílasýningunni í Genf, sem átti að fara fram í febrúar, verið aflýst fjórða árið í röð.

Skipuleggjendur viðburðarins eru að breyta frá því að vera á hefðbundnum köldum stað í Alpasvæði Evrópu yfir í heitari Miðausturlönd. Þeir munu einbeita sér að „aukabílasýningu“, Alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í Katar, sem verður haldin í Doha höfuðborg Katar í nóvember 2023.

„Áhættan yfirkeyrði tækifærin,“ sagði Maurice Turrettini, forseti stofnunarinnar sem rekur sýninguna, í yfirlýsingu á fimmtudag.

Sýningin hefur ekki verið haldin síðan 2019 eftir að hafa verið aflýst dögum áður en fyrirhuguð sýning átti að opna árið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar.

(Automotive News Europe – Reuters/Bloomberg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is