Fimm stjörnu umhverfisvænt hótel fyrir „hippa“

Renault Hippie Caviar Motel opinberaður sem rafknúinn ævintýrabíll

Hippie Caviar Motel, byggt í kringum Kangoo E-Tech Electric, sýnir hvernig sjálfbær ferðavagn án losunar gæti litið út

Við könnumst öll við litlu sendibílana sem bruna um þjóðvegi landsins með erlenda ferðamenn. Ferðamenn sem spara sér gistinguna með því að gista í þessum venjulegu sendiferðabílum sem hafa verið búnir svefnaðstöðu. Núna hefur Renault þetta skrefinu lengra og innréttað slíkan bíl sem „fimm stjörnu hótel“ að eigin sögn.

image

Þar sem almennur bílaiðnaður færist yfir í raforku fylgir húsbílamarkaðurinn í kjölfarið. Hér er kominn Renault Hippie Caviar Motel, nýr Kangoo sýningarbíll sem hannaður er til að sýna hvernig umhverfisvænn rafdrifinn húsbíll gæti litið út, en hann verður frumsýndur á IAA Transportation sýningunni í Hannover í næsta mánuði.

Renault hefur þegar afhjúpað hugmyndabíl sem byggir á Trafic undir heitinu Hippie Caviar Hotel (HCH) og þessi nýja útgáfa hefur verið smíðuð úr Kangoo E-Tech Electric. Grunnurinn er sameiginlegur með Mercedes Citan og Renault og er hann búinn 45kWh rafhlöðupakka sem veitir 285 km drægni.

Þessi tala er lægri en 300 km drægni staðlaða Kangoo E-Tech Electric, líklega vegna aukinnar þyngdar á húsgögnum og þakgrind HCH. Samt er hægt að bæta við 170 km til viðbótar á 30 mínútum, þar sem HCH sendir 121 hestöfl á framhjólin.

image

Að innan fullyrðir Renault að húsbíllinn bjóði upp á  „þægindi 5 stjörnu hótels“ og að innréttingar verði úr hinum ýmsu sjálfbæru efnum - gólfið er til dæmis úr korki og endurunnum dekkjum.

image

Í bílnum eru fjölmörg hólf sem eru hönnuð til að hýsa tjaldbúnað og íþróttabúnað, og það er sérsmíðuð skíðagrind innbyggð í víðáttumikið glerþak. Svefnplássi er komið fyrir með samanbrjótanlegum bekk sem hægt er að breyta í einbreitt rúm.

(frétt á vef Auto Express og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is