Hekla kynnir Audi e-tron GT quattro til leiks

Hekla er að kynnna nýjan bíl frá Audi til leiks, Audi e-tron GT, rafdrifinn lúxussportbíl

Af því tilefni var gestum boðið á fimmtudaginn 15. september í Audi-salinn að Laugaveg 174 til að skoða glæsilegar Audi bifreiðar og njóta ljúfra veitinga.

image

Sameinar í senn sportlegan stíl og framsækinn lúxus

Audi e-tron GT quattro er alltaf fjórhjóladrifinn og sameinar í senn sportlegan stíl og framsækinn lúxus.

image

Aksturseiginleikarnir eru í fyrirrúmi og í innra rými má finna gnægð hversdagslegrar nytsemdar og fyrsta flokks gæða.

Ytri hönnun bílsins endurspeglar kraft og afkastagetu enda sýna hlutföll e-tron GT quattro svo ekki verði um villst að hér er á ferð ökutæki sem sameinar sportlega eiginleika og notagildi, segir í fréttatilkynningu frá Heklu.

image

Drægni allt að 475 km

Í Audi e-tron GT quattro nær hleðslan nýjum hæðum. Rafhlaðan hleðst úr 5% í 80% á skömmum tíma og er með hámarkshleðslugetu upp á 270 kW. Með fullhlaðinni rafhlöðu er drægni allt að 475 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hámarksafl rafmótoranna tveggja er allt að 350 kW eða 469 hestöfl.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is