Beint úr kassanum

Hver kannast ekki við að hafa sagt að eitthvað hafi komið „beint úr kassanum” eða sé „eins og nýtt úr kassanum” þegar um nýjan hlut er að ræða eða hlut sem lítur út sem nýr? En hvernig er orðalagið tilkomið?

Innan Bandaríkjanna var þetta einfaldara, bílunum var einfaldlega ekið á járnbrautarvagna og þannig fluttir á áfangastaðinn.

Svipað var uppi á teningnum þegar bílaframleiðslan fór á flug í Evrópu. Í Englandi voru bílaverksmiðjurnar inni í miðju landi og þegar kom að útflutningi þá var nýi bíllinn settur í trékassa og fluttur jafnvel um langa leið. Til dæmis inn í miðja Afríku eða Ástralíu eða Nýja-Sjálands.

Þaðan er orðalagið „nýr bíll úr kassanum“ komið!

Bílakassarnir sem urðu að einbýlishúsum eða sumarbústöðum

image

Hér er mynd frá Englandi þar sem verið er að hífa trékassa með nýjum Austin á vörubíl, sem flytur hann á áfangastað.

Þegar bílainnflutningur fór á fulla ferð hér á landi eftir seinni heimsstyrjöldina komu bílar ýmist í kössum eða voru einfaldlega fluttir á dekki fraktskipanna, og komu því stundum vel sjóbaðaðir til landsins og stundum skemmdir vegna sjógangs.

Ísland gerði á þessum árum viðskiptasamninga bæði við Rússland og Tékkóslóvakíu og hluti viðskiptanna fólst í innflutningi á bílum.

image

Svipaðir bílar komu meðal annars í trékössum frá gömlu Sovétríkjunum.

Þessa bíla þurfti að flytja um langan veg og þeir voru einfaldlega settir í öfluga trékassa, fyrst til flutnings með járnbrautum og síðan með skipi hingað til lands.

image

En einna merkilegustu „bílar í kassa“ voru herjepparnir í seinni heimsstyrjöldinni. Hér má sjá einn slíkan í kassa. Búið að fjarlægja hjólin en að öðru leyti er jeppinn nánast tilbúinn til aksturs um leið og búið var að setja olíur, bensín og kælivökva á viðeigandi staði

Timbrið í þessum kössum, sérstaklega þeim rússnesku þótti afburðagóður smíðaviður og var setið um efnið um leið og nýi bíllinn „kom úr kassanum“.

image

Hér er Ford T-módel tilbúinn til langferðar til nýs kaupanda. Búið að taka hjólin af og væntanlega eftir að taka stýrishjólið af líka, áður en kassanum var lokað.

Á þessum árum var mikil uppbygging á íbúðarhúsnæði og dæmi voru um að jafnvel hús í Smáíbúðahverfinu hafi verið smíðuð að hluta úr þessum efnivið.

En „rússakassarnir“ voru sérlega vinsælir til smíði á sumarbústöðum og nokkrir bústaðanna við austanvert Þingvallavatnið voru smíðaðir úr svona kössum.

image

Hér eru nokkrar Lödur tilbúnar til útflutnings frá einhverju Sovétríkjanna eftir að hætt var að nota trékassana.

En svo  kom „gámavæðingin“ og hætt var að flytja nýja bíla óvarða í lest eða dekki flutningaskipa og þeir settir í gáma í staðinn. Hér á landi hentaði þetta vel því mikið magn af frystigámum fóru frá landinu fullir af frosnum fiski en voru síðan notaðir fyrir nýja bíla á bakaleiðinni til landsins.

En hugtakið um bílana „…eins og nýr úr kassanum“! lifir áfram.”

Vel útskýrt og þá er þetta komið á hreint. Þetta orðalag er tilkomið vegna innflutnings á bílum og timbrið í kössunum var notað m.a. til að smíða hús og sumarbústaði.

Jón Helgi Þórisson og Jóhannes Reykdal.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is