Sýnir eiginleika framleiðslubíla í framtíðinni

    • Dacia segir hugmyndabílinn Manifesto vera „lifandi rannsóknarstofu“ fyrir nýsköpun
    • Að hugmyndabílnum sé ætlað að koma á framfæri gildum vörumerkisins um styrkleika og sjálfbærni

PARÍS - Dacia Manifesto hugmyndabílnum (rafknúinn torfærubíll) er ætlað að vera „lifandi rannsóknarstofa“ til að sýna hugmyndir að framleiðslugerðum framtíðar, ásamt því að styrkja kjarnaboðskap vörumerkisins um hagkvæmni og sjálfbærni.

image

Dacia Manifesto hugmyndabíllinn er rafknúinn torfærubíll með ýmsum fjölnota eiginleikum. Kaupendur væru þeir sem leita á vit ævintýra.

„Þetta er hugmyndabíll sem tjáir öll okkar gildi,“ sagði David Durand hönnunarstjóri Dacia á fjölmiðlakynningu fyrir utan París á þriðjudag.

image

Durand sagði að nokkrar nýjungar sem sjá má í Manifesto, þar á meðal klemmukerfi til að festa hluti eins og vatnsflöskur við mælaborðið, myndu birtast í framtíðargerðum.

image

Fjórhjóladrifið tækið hefur hvorki hurðir né glugga. „Loftlaus“ dekk í yfirstærð, dekk sem geta ekki sprungið,  þola grófasta landslag og fjöldi innbyggðra eiginleika eins og sæti sem breytast í svefnpoka gera það að verkum að hægt er að nota bílinn sem færanlegt tjald eða fjölnotaverkfæri.

image

Til dæmis má breyta aftara svæðinu í rafdrifið vinnuborð með færanlegri rafhlöðu sem veitir orku í gegnum heimilisinnstungu. Hægt er að losa staka framljósið til að nota sem öflugt vasaljós og hægt er að breyta sætisáklæðinu í svefnpoka.

image

Dacia heldur því einnig fram að hægt sé að þrífa bílinn að innan með háþrýstiþvotti - að því gefnu að sætisáklæðin, sem eru úr dúk, séu fjarlægð fyrst. Og jú, áklæðin  geta einnig nýst sem svefnpokar. Þakgrind, með mörgum stillingum fyrir burðarboga, og teygjanlegar ólar um allt ökutækið fullkomna hagkvæmnina. Eins og með aðrar gerðir Dacia er hægt að tengja snjallsíma ökumanns við mælaborðið til að veita kortaupplýsingar og afþreyingu hvers kyns.

Umhverfistrúverðugleiki er aukinn með því að nota að hluta endurunnið efni, þar á meðal Starkle, plast sem notar 20 prósent endurunnið pólýprópýlen, fyrir hjólaskálar og aðra hluta yfirbyggingar.

image

Hugsaður fyrir flokk minni bíla

Manifesto á að endurspegla markaðs- og söluboðskap Dacia. Frá því að Renault eignaðist meirihluta í rúmenska vörumerkinu árið 1999 hefur Renault kynnt Dacia sem vörumerki fyrir kaupendur sem fyrst og fremst horfa á verð, sem gætu venjulega keypt notaðan bíl, með verðmiða sem mætir samkeppni á verði sem er þúsundum evra lægra.

Samstarfið við Lada var slegið af

Áætlun De Meo um að Dacia deili grunni með rússneska vörumerkinu Lada var slegin út af borðinu með refsiaðgerðum sem beitt var eftir innrás Rússa í Úkraínu. Engu að síður segir Dacia að með því að bæta millistórum bílum við framboðið muni skapast „aðgengilegur markaður“ með 13 milljón mögulegum viðskiptavinum á móti um fimm milljónum núna.

Dacia hefur einnig endurbætt vörumerki sitt á þessu ári, með tvívíðu „Dacia link“ hvítu lógói, úrvali af litavalkostum utanhúss og hætt með króm. Hugmyndin er að leggja áherslu á harðgerða og áreiðanleika bílanna, sem og umhverfisvænleika vörumerkisins og trúverðugleika, segir Le Vot.

Dacia kynnti á þessu ári fyrirferðarlítinn Jogger, sjö sæta fjölnotabíl, sem fyrsta hluta þeirrar sóknar. Honum verður fylgt eftir á árinu 2024 með minni gerð jeppa sem byggður er á Bigster hugmyndabílnum, þótt nafn hafi ekki verið ákveðið.

(greinar á vef Automotive News og Auto Express)

Fleiri greinar um Dacia: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is