Kemst þetta virkilega upp í 80 km/klst?

Grjótmagnað tryllitæki er til á mörgum heimilum en það er notað í annað en akstur. Hins vegar er raunin sú að þessa græju er einmitt hægt að nota í kappakstur!

Sláttuvélakappakstur!

image

Jaðarsport er það sannarlega og fegursti kostur þessa óþekkta sports er án efa hve lítið það kostar. Það er rándýrt að keppa í akstursíþróttum. Kostnaðarliðirnir eru margir og í heildina getur þetta reynst ansi dýrt og verður auðvitað bara dýrara eftir því sem græjurnar verða öflugri.

Piltarnir í myndbandinu útskýra ágætlega af hverju sláttuvélakappakstur varð fyrir valinu en þetta er nú mikið til í gríni gert. Gott grín að mati undirritaðrar og þeir komast aldeilis á fartina á þessum tryllitækjum!

Annað sem er á jaðrinum:​​

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is