Nýr nettur Volkswagen Caddy Mini-Camper opinberaður

    • Nýr Volkswagen Caddy Mini-Camper sendibíll er byggður á fimmtu kynslóð Caddy og er með nýhönnuð rúm og glerþak

image

Á síðustu árum hefur litlum sendibílum sem hefur verið breytt í „ferðabíla“ fjölgað mikið á íslenskum vegum. Núna var Volkswagen að kynna nýtt framlag af sinni hálfu á þessum ferðamáta: Caddy Mini-Camper.

image

Þessar hugmyndarteikningar eru fyrsta opinbera sýnin á nýja Volkswagen Caddy Mini-Camper. Hann er arftaki gamla Caddy Beach, sem býður upp á úrval af þægindauppfærslum og nokkrum aukabúnaði. Þessi nýi Camper mun verða frumsýndur í september áður en hann fer í sölu síðar á þessu ári.

image

Að utan lítur Mini-Camper næstum því eins og venjulegi Volkswagen Caddy MPV og er með sömu álfelgur, LED aðalljós, lóðrétt afturljós, þakboga og 1,4 fermetra panorama glerþak og farþegaútgáfan.

Hins vegar hefur Volkswagen breytt innanrýminu í Caddy verulega. Skipt hefur verið um staðalgerð aftursætis og í staðinn er komið tveggja metra langt samanbrjótanlegt rúm og allir aftari gluggar sendibílsins - þar með talið glerþakið - hafa verið útbúnir með gardínum til að koma í veg fyrir að morgunsólin vekji farþegana.

Það sem meira er, hægt er að fjarlægja rúmið alveg til að snúa Mini-Camper aftur í sendibifreið.

Eins og venjulegur Caddy, þá fær Mini-Camper nýjasta MIB3 upplýsinga- og afþreyingarkerfi Volkswagen, sem er með miðjuskjá sem er allt að 10 tommur á breidd. Það verður til fjöldi af öryggisbúnaði, svo sem akreinavörn, viðvörun um umferð fyrir að aftan og eftirvagnshjálparkerfi Volkswagen, sem gerir drátt á eftirvagni mun auðveldari.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is