Renault og Geely að setja á markað fyrsta sameiginlega bílinn

Tvinnbíllinn verður smíðaður á „Compact Modular Architecture“ grunni Volvo, sem er undirstaða Volvo XC40 og Lynk & CO 01.

Samvinna evrópskra bílaframleiðenda og framleiðenda í Asíu fer vaxandi, enda beggja hagur, fá evrópska hönnun til Asíu og bíla smíðaða í verksmiðjum þar til Evrópu. Nýjasta viðbótin er smíði á bíl í Suður-Kóreu í verksmiðjum Renault, en Geely, sem er bakhjarlinn að smíði til dæmis Polestar, keypti fyrr á þessu ári einn þriðja hlut í Renault Korea Motors, sem er með verksmiðjur í Busan í Suður-Kóreu. Geely á til dæmis Volvo Cars og 9,7% hlut í Daimler AG.

Fyrsta framleiðslubíllinn frá samstarfi Renault Group við Zhejiang Geely Holding Group í Suður-Kóreu mun koma á markað árið 2024 sem meðalstærðar tvinnbíll með „fastback“ útliti.

Renault birti skuggamynd af bílnum sem ekki var auðkennd með nafni. Hann verður smíðaður í verksmiðju Renault Korea Motors í Busan, fyrir Suður-Kóreu og útflutningsmarkaði.

image

Geely hybrid jepplingur 2022 frá Renault Korea Motors – sem hér sést í skuggamynd Renault af tvinn crossover sem fyrirtækið er að þróa með Geely í hraðbakstíl.

Forstjóri Renault, Luca de Meo, sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að Busan verksmiðjan yrði „útflutningsmiðstöð fyrir meðalstóra bíla okkar,“ að sögn dagblaðsins Korea Joongang Daily.

De Meo var í Asíu til að ræða við Nissan um áætlanir um að koma á jafnvægi í vandræðabandalagi bílaframleiðenda.

image

Renault Arkana crossover er smíðaður í Busan til útflutnings til Evrópu.

Renault gekk til samstarfs við Geely í janúar. Samningurinn snýst um framleiðslu í Busan verksmiðjunni, en Geely ætlar að taka þátt í komandi fyrirtæki Renault í framleiðslu brunahreyfla.

Fyrirtækin tvö munu einnig eiga samstarf í Kína, eftir að Renault hætti þar aðalsamstarfi sínu við Dongfeng.

Busan verksmiðjan smíðar nú Renault Arkana crossover til útflutnings til Evrópu og hefur áður smíðað Nissan Rogue fyrir Norður-Ameríku. Þessi verksmiðja hefur ársgetu til smíða á 300.000 bílum.

(frétt á vef Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is