IAA bílasýningin aftur í München 2023

Það hefur verið formlega tilkynnt að þýska bílasýningin IAA sem í áravís var haldin í Frankfurt annað hvort ár, verður haldan á ný í München árið 2023. Framvegis verður sýningin haldin í München á ári sem endar á oddatölu, en á ári með jafna tölu verður áfram haldið að sýna atvinnubíla í Hannover.

image

Sama fyrirkomulag er ráðgert á sýningunni, sem verður skipt niður á nokkra staði. Aðalsýningin verður á vörusýningarsvæði borgarinnar, en einnig á nokkrum stórum stöðum inni í borginni sjálfri.

Aðstandendur vonast að sjálfsögðu eftir fleiri sýnendum en síðast. Dagsetning sýningarinnar er frá 5. til 10. september.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is