Kemur framleiðsla á Polestar til Evrópu?

Polestar 7 gæti verið fyrsti bíll þeirra sem framleiddur er í Evrópu, segir forstjórinn

Forstjórinn Thomas Ingenlath er staðráðinn í að bæta við framleiðslu í Evrópu, en það munu líða að minnsta kosti fimm ár þar til það gerist

Polestar er staðráðinn í að bæta við framleiðslu í Evrópu, en það munu líða að minnsta kosti fimm ár þar til það gerist.

Fyrir okkur er mikilvægt að koma til Evrópu á einhverjum tímapunkti.

Og það gæti verið um það leyti sem við byrjum að framleiða Polestar 7," sagði forstjórinn Thomas Ingenlath við Automotive News Europe.

image

Forstjóri Polestar Thomas Ingenlath - Þegar hann var spurður hvar hann sjái Polestar henta best innan evrópska netkerfis Volvo, sem felur í sér verksmiðjur í Svíþjóð, Belgíu og frá og með 2026, í Slóvakíu, sagði Ingenlath að það væri ekki hans ákvörðun.

Varðandi væntanlega framleiðslu svarar hann:

„Það er undir Volvo komið að ákveða hvar þeir yrðu smíðaðir“, sagði hann.

image

Engar vísbendingar hafa komið fram um útlit Polestar 7 ennþá

Fyrirtækið hefur ekki gefið neinar upplýsingar hingað til um Polestar 7, en fyrirhuguð tilkoma hans er í takt við frumsýningar fyrirtækisins.

Polestar stefnir á að selja 50.000 bíla á heimsvísu á þessu ári og auka það í 290.000 fyrir árið 2025.

(frétt á vef Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is