Hönnunarteikningar af nýjum lúxusbíl frá Buick yrði frábært flaggskip

Af hverju að ætti að halda áfram að troða upp á okkur krossover-bílum ef þetta er til?

Buick frá GM er ekki mikið í umræðunni hér á landi lengur, en alltaf gaman að fylgjast með því sem þetta gamla „lúxusbílamerki“ er að gera.

Yfir þakkargjörðarhátíðina birti General Motors teikningu af framúrstefnulegum Buick fólksbíl á samfélagsmiðlum.

Reyndar er slétt fleygmynduð hönnuni bara það nýjasta í röð mynda sem virðast vísa leiðina til lúxus rafbíls sem kemur árið 2024 (fyrir árgerð 2025).

image

Hönnunarteikningin frá Buick.

Teikningin sýnir lágan, langan fólksbíl sem virðist vera innblástur (eða kannski hefur verið sem innblástur fyrir) Buick Wildcat hugmyndabílinn sem sýndur var í júní.

image

Hér svo mynd af Buick Wildcat til samanburðar.

Framendinn er líka með minna flækjustig en á Wildcat, þar sem krómið er betur samþætt inn í framendann og framljósin.

image

Aðrar nýlegar myndir sem sýndar eru á GM Design á Instagram sýna fágaðri útgáfu af sama fólksbílnum, en án Honda CR-V afturljósanna á Wildcat.

Buick vörumerkið flýgur ekki mjög hátt á markaði þessa dagana, en töfrandi hönnun eins og þessi gæti hjálpað til við að aðgreina vörumerkið.

General Motors á nú þegar nóg af pallbílum og jeppum. Ef það ætlar að senda crossover eftir crossover á okkur gæti Buick-deildin kannski staðið upp úr sem vörumerki fólksbíla og coupe-bíla eingöngu.

(frétt á vef Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is