Til hvers eru kerti í bíl?

Þessa góðu spurningu fékk einn Bílabloggarinn nýlega.

Kertin í bílvél kveikja í eldsneytinu með neista sem er spanaður upp í kefli sem er nefnt háspennukefli. Það á við um flestar brunavélar nema díselvélar en þar er það hitinn sem myndast þegar loft/eldsneytisblöndunni er þjappað saman sem veldur brunanum.

image

Fyrst við erum að tala um kerti þá er ekki úr vegi að líta á hvernig hægt er að greina ástand brunans eða vélarinnar út frá útlitinu á kertunum.

image

Með því að bera saman kertin í bílnum við þessa töflu er hægt að komast á snoðir um ýmislegt.

Það er mikilvægt að setja rétt kerti í bílinn þegar kominn er tími til að skipta um þau, en það er til mýgrútur af mismunandi kertum. Allar bílavarahlutaverslanir geta fundið út hvaða kerti passa í mótorinn.

Undirritaður hefur ótrúlega oft lent í því að þurfa að skipta um kerti þar sem röng kerti hafa verið sett í og valdið gangtruflunum.

[Greinin birtist fyrst í júlí 2020]

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is