BMW „Neue Klasse“ sem kemur 2025

Svona gæti rafmagnsbíllinn litið út

Árið 2025 kemur fyrsti BMW rafbíllinn byggður á „New Class“ grunninum.

Áætlað er að forframleiðsla á fyrstu BMW gerðum byggðum á nýjum rafknúnum grunni framleiðandans í München hefjist haustið 2024.

Þetta var tilkynnt af Oliver Zipse forstjóra BMW í júlí 2022. Árið 2025 ætti frumgerðin sem byggist á áætluninni sem ber nafnið „Neue Klasse“ („nýi flokkurinn“) að koma til söluaðila og viðskiptavina.

image
image

Rafbíll á grunni „Neue Klasse“ sem gæti komið árið 2025.

BMW gaf samsvarandi horfur í byrjun janúar 2023 á raftækjakaupstefnunni CES í Las Vegas með hugmyndarannsókninni iVision Dee (sem Bílablogg var að fjalla um á dögunum).

Þetta er ekki áþreifanlegt sýnishorn af fyrstu gerð sem byggð er á nýja grunninum, segir forstjóri BMW, Oliver Zipse, samkvæmt sérfræðitímaritinu „Automotive News“.

Engu að síður gefur það fyrstu vísbendingar um hönnun bílsins og þess vegna notaði grafíski hönnuðurinn okkar hann sem grunn fyrir nýja línu okkar hjá BMW.

image

BMW iVision Dee.

Endurtúlkun á helsta einkenni BMW - tvöfalda nýranu

iVision Dee og fyrstu kynningarmyndirnar bentu þegar til endurtúlkunar á tvöföldu nýra BMW.

Ekki gleyma verðinu," sagði forstjórinn á hliðarlínunni á CES til blaðamanna.

BMW bindur miklar vonir við nýju hring rafhlöðurnar sem nota á frá upphafi á smíði Neue Klasse eða nýja flokksins.

Byltingarkenndur sprettiskjár

Stækkaði sprettiskjárinn (sem við viljum kalla skjáinn sem sýnir upplýsingar í sjónlínu ökumanns) sem sýndur er með iVision Dee, sem nær nánast yfir alla breidd framrúðunnar, var nefnd sérstaklega af Zipse á raftækjavörusýningunni. "Þetta er meira en framtíðarsýn. Við erum að koma þessari nýjung inn í "nýja flokkinn", sagði hann í Las Vegas sem hluta af aðalræðu sinni. „Árið 2025 og árið eftir - munu viðskiptavinir okkar geta upplifað þessa algjörlega nýju tækni í farartækjum sínum.

image

Sprettiskjárinn sem sýndur er á BMW iVision Dee tekur nánast alla breidd framrúðunnar. Mynd: BMW Group.

BMW er meira að segja að íhuga að losa sig við stjórnklefann alfarið af nýju flokks kynslóðinni.

Ýmsar rafdrifnar hugmyndir koma til greina

Með grunninum, sem er sérstaklega byggður á gerðum sjöunda áratugarins, sem kom BMW út úr djúpri kreppu á sínum tíma, er BMW að yfirgefa fyrri braut sína að undirbúa tæknihönnun fyrir mismunandi gerðir aksturs.

„Neue Klasse“ líka með vetni?

Þróunardeild Munchen er einnig að skoða hvort hægt sé að samþætta vetnistækni inn í grunninn.

„Hann mun vera vetnishæfur, en það hefur ekki verið ákveðið að nota það í nýja flokknum,“ sagði Zipse á CES.

Að sögn forstjóra verður nýi grunnurinn að vera sniðinn að meðalstærðum bíla BMW. Í upphafi ætla BMW menn að hanna samsvarandi sportlegan jeppa til viðbótar við áðurnefndan fyrirferðarlítinn fólksbíl í sam stærðarflokki og BMW 3, sem Zipse talaði um þegar sumarið 2022.

BMW er semsagt núna að setja nýja flokkinn á markað, grunn sem tekur aðeins við rafdrifum drifrásum.

Eftir um tvö ár þarf framleiðslubíllinn að sýna að Oliver Zipse forstjóri hefur ekki rasað um ráð fram í yfirlýsingum sínum.

(grein á vef Auto Motor und Sport)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is