1.218 hreinir rafbílar nýskráðir á liðnu ári hjá BL

Sjaldan verið meira að gera hjá BL en á nýliðnu ári og hefur fyrirtækið afgreitt 4000 rafbíla frá því að sala rafbíla hófst

Mikill vöxtur var í sölu BL á nýliðnu ári þegar nýskráðir voru 40,9% fleiri nýir fólks- og sendibílar borið saman við fyrra ár og var Hyundai þriðja mest selda fólksbílategundin á landinu.

Fjórðungshlutdeild BL 2022

Af 18.214 fólks- og sendibílum sem nýskráðir voru á liðnu ári voru 4.583 af merkjum BL og var hlutdeild fyrirtækisins á markaðnum í heild rúm 25%.

Sérstaklega var jólamánuðurinn annasamur þegar afhentir voru 426 nýir bílar, þar af 282 hreinir rafbílar, þar sem MG bar höfuð og herðar yfir önnur merki með 107 nýskráningar.

Rúmlega 1.200 rafbílar nýskráðir

Alls voru 1.218 hreinir rafbílar frá BL nýskráðir 2022, sem er hæsta hlutdeild rafbíla í heildarsölu fyrirtækisins frá upphafi, og voru MG og Hyundai vinsælustu merkin með alls 728 nýskráningar; 375 MG og 353 Hyundai. Nýjasta rafbílamerkið hjá BL, fjórhjóladrifni lúxusbíllinn Hongqi, sem frumsýndur var í október, hefur einnig fengið góðar móttökur en alls voru tólf slíkir bílar afhentir í desember; 9 til einstaklinga eða fyrirtækja auk þess sem bílaleigurnar hafa tekið þrjá í notkun.

image

Bílaleigurnar tóku hressilega við sér á árinu

Í desember voru nýskráðir 359 bílaleigubílar, 47% fleiri en í sama mánuði 2022.

Á árinu í heild voru 8.090 nýir bílar nýskráðir bílaleigunum, rúmlega 72% fleiri en 2021 þegar þeir voru 4.694.

Þrír bílar frá BL enduðu þar á topp tíu lista ársins þar sem Dacia Duster stóð á toppnum með 675 nýskráningar.

(fréttatilkynning frá BL)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is