Peugeot mun bæta við fimm nýjum rafbílum

Bílarnir munu verða viðbót við núverandi tegundarlínur fyrir árið 2025

Fyrirtækið sem er í eigu Stellantis mun bjóða upp á rafbíla afbrigði af öllum núverandi gerðum, þar á meðal rafmagns Peugeot 408

Peugeot mun setja á markað fimm nýjar rafmagnsútgáfur af núverandi gerðum á næstu tveimur árum áður en hann kynnir nýja fjölskyldu „bíla sem byggja eingöngu á grunni rafhlöðu“ bíla frá 2025.

Vörumerkið hefur þegar sett á markað eða afhjúpað rafknúnar útgáfur af Peugeot 208, Peugeot 2008, Peugeot 308 og Peugeot Rifter og stefnir á að bjóða upp á rafmagnsútgáfu af öllum gerðum sínum um miðjan áratuginn.

image

Nýr Peugeot 308 er nýjasta gerðin af rafknúnu afbrigði.

image

Peugeot 308.

Nú þegar er staðfest að rafmagnsútgáfa af nýjum Peugeot 408 coupé-sportjeppa sé í smíðum, en þessi nýjasta tilkynning frá vörumerkinu bendir eindregið til þess að nýjar rafmagnsútgáfur af vinsælum 3008 og 5008 sportjeppum gætu einnig verið á kortunum, sem og hugsanlega uppfærðar útgáfur af núverandi rafbílum, þar á meðal e-208, e-2008 og e-Rifter MPV.

Nýja Inception hugmyndin er djörf viljayfirlýsing fyrir Peugeot EV-bíla í framtíðinni sem byggir á nýjum STLA-grunni móðurfyrirtækisins Stellantis.

Sá bíll var opinberaður á CES sýningunni í Las Vegas (og við fjölluðum um hann hér á síðunni) og gefur fyrstu vísbendingar um endurhugsun í grunninn á nálgun Peugeot að ytri hönnun, innri skipulagi og afkastagetu.

image

Peugeot 408.

Nýjar rafknúnar Peugeot-gerðir sem kynntar voru fyrir þann tíma munu áfram byggjast á annaðhvort CMP eða EMP2 mátgrunni, sem standa undir núverandi úrvali fólksbíla vörumerkisins.

image

Nýi Peugeot 308 er líka væntanlegur í station-gerð og rafdrifinn.

Peugeot hefur enn ekki opinberlega staðfest áætlanir um nýjan crossover.

Öflugasti mótorvalkosturinn framleiðir nú 156 hestöfl en stærsta rafhlaðan sem völ er á – 51kWh eining – gefur um 400 km drægni í e-308.

Allar e-3008 og e-5008 gerðir gætu fengið aukið afl og rafhlöðugetu til að taka tillit til aukinnar stærðar, þyngdar og drægni fyrir langa vegalengd, en Peugeot segir enn lítið um endurbætur sem það gæti gert á núverandi kynslóð EV vélbúnaðar.

(vefsíður Autocar og Automotive Daily)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is