Úti er frost og snjór

Það er vetur. Á það vorum við rækilega minnt um nýliðna helgi. Úti er frost og snjór, allir vegir á korti Vegagerðarinnar eru gulir eða bláir sem þýðir snjór og hálka. Þegar ég fór á fætur á laugardagsmorguninn blast við mér innkeyrsla full af snjó og gatan fyrir framan hana líka. HiLuxinn stóð að vísu uppúr skaflinum en Kian eiginlega ekki.

image

Og gatan var gersamlega ófær að sjá. En ég varð að komast að heiman. Það þurfti að bjarga einum unglingi fjölskyldunnar á og af handboltaæfingu. Framtíð íslensks handbolta var í húfi. Og með hið íslenska “þetta reddast” hugarfar að vopni tókst mér að böðla pickuppinum út á götu þar sem nágranni minn á stóra, breytta jeppanum sínum var búinn að marka slóð í skaflana alla leið upp á næstu stofnbraut.

Á svona dögum duga engir venjulegir fólksbílar til neins nema að skreyta innkeyrslur. En dagana á eftir, þó búið sé að ryðja götur, alla vega þær helstu þá

image

Eru sumir bílar einfaldlega hentugri en aðrir. Í mínum huga er það einkum eitt, sem skilgreinir hentugleika bíla við þannig aðstæður og mér þykir hreinlega vera spurning um umferðaröryggi. Fjórhjóladrif (eða fjagradekkjadrif eins og dóttir mín kallaði það þegar hún var lítil).

Jepplingur

Nú er ég ekki að segja að allir þurfi að eiga jeppa, lítt eða óbreyttan, hvað þá tröllvaxna breytta jeppa, það er bara fyrir þá sem vilja fara rauðu vegina eða snæviþakið hálendið (nú eða brjóta leiðina út úr íbúðargötum fyrir okkur hin). Hér koma helst til hjálpar hinir sívinsælu “sportjeppar” eins og bílaumboðin vilja mörg kalla þá.

image

Og svo kom Lada Sport

Fram til þess tíma vorum við bundin við galmaldags “alvöru” jeppa að mestu.  Í mínum uppvexti voru þetta Land Rover, Rússajeppar og Willys jeppar, Bronco og Scout, Wagoner og Cherokee og einhverjir fleiri. Land Cruiser var kominn til sögunnar og svo kom Lada Sport.

image

Margir aðrir fólksbílaframleiðendur stukku síðar á þann vagn að bjóða fjórhjóladrifna fjórhjóladrifi; Audi, BMW, Benz og Volvo koma upp í hugann; Toyota bauð Corollur þannig útbúnar um tíma og ég veit að marga aðra mætti nefna, ég nenni bara ekki að rifja þá alla upp.

Og síðan eru liðin mörg ár, eins og skáldið sagði

Og hvar erum við í dag? Jepplingurinn, hóflega stóri fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn hefur eiginlega verið heitasta söluvaran á íslenskum bílamarkaði undanfarin allmörg ár. Enda, búandi í landi sem reglulega er ausið snjó og hálku er klárlega ekkert vit í öðru en fjórhjóladrifi.

En þangað ætla ég ekki að sinni, kannski síðar. Alla vega; niðurstaðan (sem var svo sem augljós strax í upphafi greinar) er, að fjórhjóladrifnir bílar eru miklu betri við okkar aðstæður en eindrifsbílar.

En þessarri fullyrðingu má auðvitað andmæla með þeim rökum að það séu nú ekki nema nokkrir dagar á ári sem það skiptir máli og það sé fullkomin heimska að nota þyngri og eyðslufrekari bíl alla hina dagana bara til að dekka þessa örfáu.

Mér bara finnst þetta.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is