Enn þrengt að umferðinni innan Reykjavíkur

Hámarkshraði lækkaður um alla borgina á næsta ári

Ökumenn hafa fundið fyrir því að undanförnu að umferðin gengur stundum hægt innan Reykjavíkur, og á komandi ári mun þetta verða enn sýnilegra því hámarkshraði verður lækkaður um alla borgina, í 30 eða 40 kílómetra á klukkustund á götum þar sem hámarkshraði var áður 50 kílómetrar á klukkustund.

Búist er við því að það taki stóran hluta ársins 2023 að koma þessu til framkvæmda því breytingin er umfangsmikil.

Lækkun hámarkshraða tekur ekki gildi fyrr en ný skilti eru komin upp.

Hraði ekki lækkaður á stofnbrautum og götum sem eru í umsjá Vegagerðarinnar

Eftir standa meðal annars breytingar á Suðurlandsbraut, Höfðabakka/Gullinbrú og stóru iðnaðarhverfunum í borginni.

Vegagerðin fer með veghald í þjóðvega í þéttbýli

Dæmi um þjóðvegi í borginni eru Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Hringbraut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut.

image

Sem betur fer verður hámarkshraði ekki lækkaður á aðalstofnbrautum svo það mun ekki valda töfum að fara á milli hverfa innan borgarinnar

Gert til að bæta umferðaröryggi

Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er lækkun hámarkshraða fyrst og fremst með öryggi í huga:

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti eftirfarandi breytingar á fundi sínum þann 14. desember og það er hægt að skoða fréttina á vef borgarinnar og skoða göturnar sem í hlut eiga og tilvonandi hámarkshraða í þeim með því að smella á tenglinn hér.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is