Geðveikustu hugmyndabílar sem hafa verið búnir til – þriðji kafli

Enn höldum við áfram að skoða hugmyndabíla sem voru allir allt of sérstæðir til að fara nokkru sinni í sölu

Richard Dredge hjá Autocar vefsíðunni hefur tekið saman lista yfir 55 sérstæða hugmyndabíla. Við skiptum þessu niður í fjóra hluta og ætlum að skoða núna þriðja skammtinn af fjórum í dag:

Heuliez Pregunta (1998)

image

Það hörmulegasta af öllum hugmyndum eru kannski þær sem taka fullkomlega góðan bíl og breyta honum í eitthvað sem þú myndir helsti ekki vilja sjá og því síður að síður að sitja í.

Honda Fuya-Jo (1999)

image

Fuya-Jo var sýndur á bílasýningunni í Tókýó árið 1999, og virðist vera blanda á milli brynvarins bíls og matarkörfu í kjörbúð, Fuya-Jo var með lágmarks gluggapláss auk hjóla sem litu út eins og þeim hefði verið stolið úr Lego kassa.

Honda Neukom (1999)

image

Neukom var í raun gróðurhús með hjólum. Neukom býður upp á allan stíl og loftaflfræði sólstofu „hugsaðu þér að setjast niður með makanum og borða morgunverð í þessu“. Jæja!

Hyundai FGV-II (1999)

image

FGV stóð fyrir Future Green Vehicle - ef þessi bíll hefði skapað framtíðarhönnun í bílaheiminum, þá yrði allt í einu mjög vinsælt að ganga, hjóla og taka strætó. Bíllinn var frumsýndur í Seoul árið 1999.

Rinspeed X Dream (1999)

image

Sannarlega tilgangslaus hugmynd, þetta var öflugur pallbíll sem bauð upp á lítið af þægindum eða vernd gegn veðrum og vindum, á sama tíma og hann kom með sinn eigin svifnökkva. Frekar almennur markaður þá - eða þannig.

Toyota Cruising Deck (1999)

image

Ef þú værir beðinn um að koma með tvær tegundir af bílum á sitt hvorum endum skalans, þá er nokkuð öruggt að þú myndir velja eitthvað eins og sportbíl og pallbíl.

Valmet Zerone (1999)

image

Sérþekking Valmet fólst í því að smíða bíla og hanna þakkerfi sem hægt er að fella niður – ekki hönnun bílsins í heild.

Citroën Osmose (2000)

image

Citroën sagði að þetta væri „djörf hugmynd sem dregur upp sýn um notendavæna bílahönnun sem leiðir til nýrrar tengsla milli gangandi vegfarenda og bifreiða, en fjallar um leið um ábyrga bílanotkun“.

Suzuki GSX-R/4 (2001)

image

Suzuki hefur komið með vægast sagt áhugaverða bíla á undanförnum árum, en þegar GSX-R/4 var kynntur árið 2001 var fyrirtækið ekki með neinar raunverulega eftirsóknarverðar framleiðslugerðir.

Toyota Pod (2001)

image

Pod greindi púls ökumanns og svita í lófum. Og með því að skipta um lit á lýsingu átti að vera hægt að róa ökumanninn.

Lexus 2054 (2002)

image

Þessi Lexus útgáfa var búin til fyrir kvikmyndina Minority Report frá 2002, sem átti að gerasta á árinu 2054 og gefa innsýn í hvernig farþegabílar myndu líta út eftir meira en hálfa öld. Jæja, það eru nokkur ár eftir í þetta enn… (sumir gætu líka sagt að það er ekki alveg augljóst hvort hann er að „fara eða koma“)

Mitsubishi SUP (2002)

image

Hér var fimm mismunandi útlitshugmyndum og tveimur aflgjöfum pakkað saman í einn hugmyndabíl, svo það er engin furða að SUP, eða Sports Utility Pack, hafi verið nokkuð ruglingslegur.

Peugeot H20 (2002)

image

206 var áður einn minnsti bíll Peugeot á meðan flestir slökkviliðsbílar eru á stærð við lítið hús af augljósum ástæðum. Svo hversu farsælt hefði verið að sameina þessa tvo – slökkvibíl byggðum á Peugeot 206?

Rinspeed Presto (2002)

image

Rinspeed hefur komið fram með hverja sérstæða hugmynd á fætur annarri.

Dodge Tomahawk (2003)

image

Það kann að líta út eins og mótorhjól, en Tomahawk var í raun með fjórum hjólum. En hver myndi setjast á fjórhjól með stöðugleika mótorhjóls, sem getur keyrt um á 480 km/klst með 8,3 lítra V10 sem er fengin að láni frá Viper?

Audi RSQ (2004)

image

Annar bíll sem var stjarnan, RSQ var búinn til fyrir kvikmyndina I, Robot.

Fjórði og síðasti kafinn í þesari sögu kemur svo fljótlega.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is