ID.Buzz er bíll ársins í Danmörku 2023

Vinningshafinn hefur nýlega verið valinn á stórum viðburði í Haaning Collection bílasafninu í Bagsværd

Dómnefndir danskra bílablaðamanna hafa útnefnt bíl ársins í Danmörku 2023.

Það var tilkomumikið að klára atkvæðatalninguna, þar sem 5 dyra MG 4 Electric var lengi í toppsætinu.

image

Rafdrifin arftaki gamla góða „rúgbrauðsins“ Volkswagen hlaut verðlaunin með 119 stig .

image

…en MG 4 varð í öðru sæti með 118 stig.

Á eftir þeim komu Renault Megane E-Tech og Nissan Ariya.

Sex rafbílar og einn bensínbíll

Þetta er fjórða árið í röð sem rafbíll hlýtur titilinn. Þegar á heildina er litið voru bílarnir í valinu nánast bara rafbílar því sex af sjö bílum í úrslitaleiknum voru hreinir rafbílar.

Bíll ársins í Danmörku er valinn af dómnefnd 20 bílablaðamanna og hafa verðlaunin verið veitt á hverju ári síðan 1969.

MG 4 Electric kemur á óvart með skilvirkri driflínu, alhliða búnaði og þægilegum aksturseiginleikum fyrir minna en 300.000 danskar krónur.

image

Formaður Danske Motorjournalister, Karsten M. Lemche (til hægri), afhenti Thomas Hjortshøj blaðafulltrúa Volkswagen í Danmörku viðurkenninguna fyrir bíl ársins. © Lars Krogsgaard.

Kosið var um bílana sjö eftir tveggja daga prófun á nýjum gerðum bíla á markaði á og við FDM Jyllandsringen í október. Það voru 20 dómnefndarmenn, 50 reynsluakstursbílar og 40 fjölmiðlamenn sem tóku þátt.

(frétt á vef BilMagasinet)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is