BL frumsýnir aldrifna rafjepplinginn Subaru Solterra

BL við Sævarhöfða frumsýnir nk. laugardag, 5. nóvember, fjórhjóladrifna og rafknúna jepplinginn Solterra frá Subaru. Solterra markar þáttaskil í sögu Subaru því þessi aldrifni jepplingur er sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu.

Rafhlaðan í undirvagninum er 71 kWh og skilar hún allt að 466 km drægi sem gerir ferðalög milli flestra landshluta fyrirhafnarlaus og þægileg við venjubundnar aðstæður.

image

Þægilegur og rúmgóður

Solterra er með 7" upplýsingaskjá í mælaborði og rúmlega 12 tommu miðlægan snertiskjá fremst á miðjustokknum milli framsætanna.

image

Háþróað öryggi

Á bæði bl.is og subaru.is er gott yfirlit um háþróaðan öryggisbúnað Solterra en vert er að nefna nýjan öryggisbúnaðarpakka, Subaru Safety Sense, sem inniheldur fjölda öryggisaðgerða til aðstoðar í akstri og ekki síður hvað varðar öryggi farþega.

Einnig veitir öryggiskerfið ökumanni 360 gráðu yfirsýn yfir bílinn sem auðveldar ökumanni að átta sig til fulls á aðstæðum.

image

Þrjár búnaðarútfærslur

Subaru Solterra er boðinn í þremur útfærslum, Premium, Lux og Lux+ og er verðið frá 7.290 þúsundum króna.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is