Páskaleikar jeppaáhugamanna í Bandaríkjunum

Nýir jeppahugmyndabílar í páskasafarí í Moab í Utah í Bandaríkjunum

Þessir hugmyndabílar komast ekki í framleiðslu, en sýna hvaða tækni Jeep er að leika sér með

Fáir bílaframleiðendur eru með torfæruarfleif í blóðinu eins og Jeep. Á hverju ári fagnar fyrirtækið þessu með því að mæta í páskajeppasafaríið í Moab, Utah með 20.000 áhugamönnum um jeppa og sýna samtímis hugmyndabíla á meðan.

image

Jeep lofaði að rafdrifið afl og góð frammistaða verði áberandi á þessu ári og það sem hugmyndabílarnir boða styður þetta svo sannarlega.

image

Jeep Wrangler Magneto 3.0 Concept

image

Fyrstur er Jeep Wrangler Magneto 3.0 Concept. Jeppaaðdáendur munu taka eftir því að hann er byggður á tveggja dyra Wrangler Rubicon en í stað V6 er rafhlaða sem sendir kraft til sérsniðins rafmótor sem framleiðir allt að 641 hestöfl og 1.220 Nm togi.

image

Hér er það rafhlaðan sem leikur „aðalhlutverkið“ undir vélarhlífinni“

image

Rafknúna aflrásin er tengd sex gíra beinskiptingu, sem Jeep segir að hafi verið auðveldari lausn frekar en hugsanlega innsýn í framtíðar rafbíla með beinskiptum gírkassa.

Jeep Cherokee 4xe Concept 1978

image

Hugsanlega mest áberandi hluti hugmyndasamstæðu þessa árs er Jeep Cherokee 4xe Concept 1978. Jeep fannst hann upphaflega í frekar grófu ástandi þar sem hluti og ljós vantaði, en þessum hefur verið breytt mikið með útskornum hjólbogum til að passa stærri dekk (þema þessara hugmynda) og nýrri þaklínu.

image

Vélin kemur úr Jeep Wrangler 4xe svo þetta er tvinnbíll með tveimur rafmótorum, 2,0 lítra forþjöppu fjögurra strokka vél og átta gíra sjálfskiptingu.

Jeep Scrambler 392 Concept

image
image

Ef skærgræna lakkið hjálpar Jeep 392 Concept ekki að skera sig úr, þá er 6,4 lítra V8 undir vélarhlífinni með 464 hestöfl og 637 Nm togi sem ætti að gera gæfumuninn. Þrátt fyrir stóra vélina hefur 392 Concept verið gerður mikið léttari. Það eru koltrefjaplötur og vélarhlíf auk endurhannaðra stuðara til að gera ráð fyrir yfirstærð af torfæruhjólbörðum. Loftfjöðrun sem hægt er að stilla um fjórar tommur hjálpar einnig torfærugetunni.

Jeep Wrangler Rubicon 4xe Concept

image

Fyrir utan málninguna er Jeep Wrangler Rubicon 4xe Concept ein af fíngerðari útfærslunum. 37 tommu dekk á 17 tommu felgum, ásamt sömu loftfjöðrun sem nefnd er hér að ofan ættu að tryggja að þau séu fullkomlega fær í torfærum og það er jafnvel til spil að framan í þau sjaldgæfu skipti sem þú festist.

Jeep Grand Wagoneer Overland

image
image

Jeep Grand Wagoneer Overland hugmyndabíllinn hefur aðeins annað hlutverk en aðrir á þessum lista. Þetta er í rauninni úrvalsjeppi skreyttur öllum þeim eiginleikum sem þú þarft til að fara í útilegu. Hann er knúinn af 3,0 lítra, sex strokka línuvél með tveimur forþjöppum sem gefur 503 hestöfl og 682 Nm af togi auk þess eru góð dekk og 18 tommu felgur til að auka veghæð frá jörðu til að hjálpa þér að finna besta tjaldsvæðið.

Jeep Wrangler Rubicon 4xe Departure Concept

image
image

Næstur er Jeep Wrangler Rubicon 4xe Departure Concept. Hann býður upp á „stjórnklefa undir berum himni“ með fjarlægjanlegum hurðum og gluggum, sem gerir það kleift að sjá betur þegar dekk eru sett í bestu stöður í torfærum. Þessi dekk hafa einnig verið stækkuð upp í 37 tommu á 17 tommu felgum. Uppfærðir höggdeyfar og tveggja tommu lyftibúnaður hefur einnig verið bætt við.

Jeep Gladiator Rubicon Sideburn Concept

image
image

Síðast en ekki síst er jeppi með því sérstæða heiti Jeep Gladiator Rubicon Sideburn Concept. Hér finnum við tiltölulega venjulegan Jeep Gladiator-jeppa með 3,6 lítra V6 vél og sömu lagfæringum og „Departure Concept“-bíllinn er með.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is