Rafdrifinn Ford Explorer sportjeppi

Nýi 2023 Ford Explorer rafmagnsjeppinn kemur til að keppa við Volkswagen ID.4

Ford kynnir annan rafjeppa sinn með smá hjálp frá Volkswagen, en hann er meira en einfaldlega „afrita og líma“

Fyrir okkur suma sem voru aðdáendur Ford Explorer jeppanna getum við nú tekið gleði okkar því Ford er að „endurvekja“ Explorer nafnið á nýjum millistærðar rafdrifnum sportjeppa.

Nýi sportjeppinn fylgir í fótspor Mustang Mach-E, og nú hefur þessi nýi 2023 Explorer verið sýndur með vali á tveimur útfærslum, tveimur rafhlöðum og allt að 335 hestöfl frá tvímótor uppsetningu sem færir okkur fjórhjóladrif.

image

Á sama MEB grunni og Volkswagen ID.4

Byggður á sama MEB grunni og Volkswagen ID.4, Ford Explorer er afrakstur áframhaldandi samstarfs milli þessara tveggja vörumerkja.

image

Að framan tekur Explorer á sig þéttari, meira áberandi afstöðu en ID-bíllinn með sínu vinalega andliti.

image
image

Demkiw og teymi hans hafa tekið upp fljótandi þakhönnun með svörtum A-, B- og C-bitum, með hálfgagnsærri grafík á þeirri síðustu sem líkir eftir hönnun bensínknúins Explorer í Bandaríkjunum án þess að hafa áhrif á skyggni aftur á bak, samkvæmt Ford.

image

Afturendinn er með svipaða ferningalaga lögun að framan, einnig með LED ljósum tengdum með svartri klæðningu.

image

Að innan er þar sem Ford tekur mestu skrefin samanborið við VW systurbíl sinn.

Explorerinn er með stillanlegan 15 tommu uppréttan skjá, sem er einstakur í því að keyra SYNCMove hugbúnað Ford sem gerir kleift að kortleggja allan skjáinn, auk aðgangs að öllum venjulegum snjallsímatengimöguleikum.

image
image

Staðsetning þess er stillanleg í 20 þrepum, breytir horninu á skjánum um allt að 30 gráður og býður upp á upprétta sýn fyrir flókin verkefni eins og kortlagning beygju fyrir beygju, í afslappaðri notkun sem hentar betur fyrir aksturinn á hraðbrautinni.

image
image

Það er hljóðstika ofan á mælaborðinu sem staðalbúnaður, með valfrjálsri 10 lita umhverfislýsingu sem bregst við hinum ýmsu akstursstillingum.

image

Explorer-línan mun byrja með 168 hestafla afturhjóladrifnu gerðinni, sem notar 55kWh (52kWh nothæf) rafhlöðu fyrir spáða drægni allt að 350 km.

Flaggskipið frá Ford mun keyra 490 km á hleðslu og er metinn til að draga allt að 1.400 kg.

Allar gerðir Explorers geta hlaðið frá 10-80 prósentum á um 25 mínútum.

image

Tvær útfærslur verða fáanlegar frá upphafinu: Explorer og Explorer Premium. Nákvæmar upplýsingar hafa ekki verið gefnar upp en Ford hefur staðfest að allir bílar verði með hituð nuddsæti og upphitað stýri, tveggja svæða loftslagsstýringu og lyklalaust aðgengi, auk hljóðstikunnar á mælaborðinu og þessum 15 tommu skjár með Apple CarPlay og Android Auto.

(frétt á vef Auto Express – Myndir frá Ford)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is